Skutlukápan er byggð á vinsælu Skutlu peysukápunni okkar sem er opin jakkapeysa með vösum í sem falla niður í hliðarstykkin með tvöföldum kraga sem bæði er hægt að hafa opinn með broti eða láta liggja lausan yfir að framan til að ná betri lokun. Kápan er ss svipuð í sniðinu en úr þykkara efni og því með aðeins víðari jakkaermum.
Ótrúlega klæðilegt og tímalaust snið. Þær ná niður fyrir hné og eru með vel síðum ermum sem krumpast aðeins fremst.
Skutlukápurnar eru aðsniðnar í mittinu sem gerir þær mjög dömulegar og töff!
Ermarnar eru ísettar og eru því axlirnar skarpar og flottar og hægt er að loka þeim með belti sem fylgir með eða nota gæjalegt leðurbelti til að loka.
Þær eru fáanlegar í þremur stærðum: XS sem hentar 36/38-40, stærð S 40-42-44 og stærð M 44-46/48
Við mælum með 30°C þvotti og leggið á handklæði til að þurrka, ekki nota þurrkara: hann fer aldrei vel með flíkurnar.
Blanda: 100% Polyester
ATH. Ef að varan er ekki til á lager mun starfsmaður láta þig vita með áætlaðan afgreiðslutíma. Einnig er hægt að ath með lagerstöðu áður en pöntun er framkvæmd á opnunartíma í síma 5880100 eða í gegnum systurogmakarrvk@gmail.com
Ef ekki er hægt að sauma í pöntunina bjóðum við þér aðra vöru, inneign eða fulla endurgreiðslu.
Takk fyrir að styðja við íslenskt atvinnulíf- íslenska hönnun og framleiðslu.