Skötukápurnar eru dásamlega stílhreinar og einfaldar, léttar og klæðilegar A sniðs kápur. Þær eru með fallegum brjóstsaum sem liggur frá öxl niður á mjöðm en þar tekur við þversaumur þar sem vasinn fellur ljúft niður.

Þær eru kragalausar með besetningu sem gerir hálsmálið mjög svo vandað og fallegt og hlutlaust. Með því að vera ekki með neinn kraga er svo lítið mál að para allskonar klúta, kraga og loðkraga við sem gerir flíkinna að allt annarri á núll einni.

Henni er einfaldlega smellt með nokkrum smellum niður að framan, en einnig er fallegt að hafa hana opna eða smella aðeins efstu þremur.

Ullarútgáfan er fóðruð með svörtu satín fóðri og eru hlýjar og algjörlega tímalausar!

Ermarnar eru ísettar tvískiptar kápuermar og eru því skarpar og flottar.

Skötukápurnar eru fáanlegar í fimm mismunandi stærðum: XXS sem hentar 36/38-40 og frekar petit og axlalitlum, stærð XS 38-40, stærð S 40-42-44 og stærð M 44-46/48. XM 46/48-50/52 

Við mælum með dry clean eða hreinsun.

Blanda: 50% ull 50% polyester

Tengdar vörur

Sjá allt
Turna græn blóma flauelis
Turna rauð blóma flauelis
Turna gul blóma flauelis
Rata 2ja laga regnkápa ZO°ON
Pallíettu Jakki silfur
Vara uppseld
Pallíettu jakki svartur
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm