Útsöluvörur sem verslaðar eru á netverslun má skila/skipta innan 14 daga frá kaupum gegn annarri vöru eða inneignarnótu.
Nönnu kjólarnir eru ferlega sætir siffon kjólar með teygju í mittið og rykkingu að neðan.
Þeir eru smart bæði við þröngar gallabuxur eða sparilegir við leggings eða sokkabuxur og hæla.
Ermarnar eru sætar og léttar, frekar stuttar og hálsmálið fallega rúnað.
Einstaklega klæðilegur og kvenlegur kjóll sem liggur þó laus yfir magasvæði en fer vel við kvenlegar línur.
Nanna kemur í stærð XS (hentar 36/38-40) S (hentar 40-42/44) M hentar 44-46/48)
Við mælum með 30°C þvotti og ekki nota þurrkara.
Blanda: 100% polyester