Myrra er einfaldur í sniðinu en svo klæðilegur og sætur kjóll. Hann er með rúnuðu hálsmáli sem frágengið er með skábandi að innan, síðum ermum sem víkka aðeins um úlnliðina og síddin nær niður fyrir hné.
Frekar beinn svo hann er ekki of þröngur né aðsniðinn en auðvelt er að ýkja mitti með því að nota belti og draga hann þar saman eða tosa smá upp og púffa efnið fyrir ofan beltið.
Myrra kemur í 4 stærðum
1 36/38
XS 38/40
S 40/42/44
M 44/46/48
Efnið er 100% polyester með engri teygju en þar sem efnið er plíserað þá gefur það aðeins eftir.
Við mælum með 30°C þvotti og forðist þurrkarann.