Monki Möndlusmjör dökkt

1.520 kr

Möndlusmjörið er mauk úr möndlum með hýðinu og er ótrúlegt hvað þessi vara gerir mikið í brauðbakstri, sbr uppskrift af Monki brauðinu í uppskriftapakka 2 hjá Kristu. Möndlusmjörið er einnig gott sem viðbit ofan á epli, perur eða hrökkkex og seðjar sætuþörf fljótt og örugglega.

Hér er uppskrift af súkkulaðiköku þar sem notað er Monki möndlusmjör. Hún er brjálæðislega góð, mjúk og heldur sér vel.

 

Súkkulaðikaka með marshmellow kremi

50 g kókoshveiti, Funksjonell
1/2 tsk matarsódi
50 g sæta Good good
50 g Sukrin gold
1/4 tsk salt

150 ml vatn
50 g möndlusmjör
30 g smjör
20 g kakó

3 egg
1 tsk vanilla
80 g sýrður rjómi

Blandið saman eftirfarandi þurrefnum, kókoshveiti, sætu, sóda og salti, hrærið. Setjið í pott vatn, smjör, möndlusmjörið og kakó og hrærið á lágum hita.
Þeytið saman eggin og sýrðan rjóma ásamt vanillu, blandið nú saman smjörinu og þurrefnunum og endið á að bæta eggjahrærunni saman við.

Krem:

2 eggjahvítur
70 g Good good sæta, fínmöluð
salt ögn
2 matarlímsblöð lítil eða 1 stórt
1-2 msk Good good sýróp

Þeytið hvíturnar stífar, bætið salti við og svo sætunni og sýrópinu, þeytið vel. Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn í nokkrar mín.
Kreistið vökvann úr og setjið matarlímið í pott. Hitið þar til límið bráðnar og hellið í mjórri bunu út í kremið. Takið nú kremið fljótt úr hrærivélaskál
og setjið í sprautupoka og sprautið fallegum toppum á kökuna. Má líka smyrja því á kökuna. Best að setja kremið á rétt áður en hún er borin fram.

 

Tengdar vörur

Sjá allt
Insight Antioxidant næring
Insight Antioxidant Sjampó
Insight Antioxidant hair and body spray
Perlulengja svört og stálgrá
Textanisti - Lífið er núna
Textanisti - Eltu draumana
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm