Vinsamlegast hafðu samband ef þú hefur áhuga á þessari vöru.

Míla eru buxurnar okkar með síðu klofi teknar á annað „level“ þar sem klofið nær nánast niður í gólf.. eins og nafnið gefur til kynna.

Þessar eru úr fínna efni sem gerir þær svolítið klæðskeralegar með vösum í hliðinni sem felast inn í snúna hliðarsaumana. Þær eru örlítið styttri innanfótar svo við mælum með að nota þær við háa hæla eða flata skó sem ekki fela ökklana. Þær eru þó líka töffaralegar við boost eða strigaskó eins og sjá má á myndunum.

Þær eru með góðum streng með fínu aðhaldi en ef þú vilt enn betra aðhald mælum við með að nota hjólabuxurnar okkar innanundir, hönnuðurinn elskar allavega að nota þær þannig!

Mílu buxurnar eru fáanlegar í XS (hentar stærðum (36/38-40) S (hentar stærðum 40-42/44) og M (hentar stærðum 44-46).

Við mælum með 30°C þvotti og ekki nota þurrkara.

Efnablanda: 62% poly, 34% viscose, 4% spandex
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm