Marco Polo er dásamlega klassískur og kvenlegur dömukjóll. Við höfum séð þetta snið poppa upp aftur í gegnum tíðina enda svo dömulegt og tímalaust. 

Kjóllinn er með rúnuðu hálsmáli sem liggur þvert yfir viðbeinin, síðum ermum og svo er hann tekinn saman í mittið með útvíðu pilsi og vösum í hlið, sem er okkar uppáhald! Bakstykkið er í tveimur hlutum sem gerir það að verkum að við gátum þrengt hann vel að aftan svo nú liggur hann þétt við mjóbakið.

Marco Polo er fallegur dömukjóll sem við elskum að para við leggingsbuxur, kart eða síðerma, sokkabuxur, fallegar festar og þessvegna stór og töffaraleg belti til að ýkja mittið enn meira!

Þessi er endurgerð af sama kjól sem við höfum verið með áður. Helsti munurinn er að pilsið er töluvert minna útvítt en á fyrri útgáfu og nú eru síðar ermar í staðinn fyrir kvart. Þær er þó lítið mál að stytta ef kvart síddin er vinsælli.

Hann er fáanlegur í 3 stærðum: XS (hentar 36/38-40) S (40-42/44) og M (44-46/48)

Efnablandan er: 69% Nylon 28%Rayon 5%Spandex

Við mælum með 30°C þvotti og forðist þurrkarann.

Tengdar vörur

Sjá allt
Hátíð í bæ löber
Taupoki- Skapaðu þína eigin hamingju
Hátíð í bæ merkimiðar
Jólabómullasokkar herra
Lokkar hringir silfur
Torpa veggstjaki grár
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm