Lyklabær er ný viðbót hjá Kristu Design. Krista fékk nefninlega fleiri enn eina fyrirspurn um að útbúa einhversskonar lyklasnaga og eins og hún er lítið hrifin af lyklum í allra augnsýn þá fannst henni þetta ákveðin áskorun, að gera eitthvað fallegt undir blessaðar lyklakippurnar. Eftir nokkra hugsun þá varð úr þessi sæti burstabær en hann minnir mann óneitanlega á fjölskylduna og heimilið. Snaginn getur einnig nýst undir margt annað eins og viskastykki, handklæði, töskur eða hvað sem er.

Snaginn er um 30 cm á breidd og honum fylgja tappar sem lyfta honum 2 cm frá vegg.Snaginn er úr húðuðu áli og kemur í svörtu. Festist með 2 skrúfum á einfaldan hátt. 

Tengdar vörur

Sjá allt
Fuglasnagi hvítur
Lilju snagi
Lilju snagi
3.500 kr
Fuglagrein svört
Fuglagrein hvít
Fuglagrein hvít
8.900 kr
Fuglasnagi svartur
Hjartasnagi - hvítur
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm