Letingja peysurnar okkar heita þessu skemmtilega nafni vegna þess að stundum nennir maður ekki að hafa mikið fyrir því að líta frambærilega út. Þá kemur þessi flík sterk inn, einfaldlega smella henni yfir dressið, hún er sérstaklega þægileg og þú ert klár í slaginn á núll einni, yndislegt!
Letingja peysurnar eru eiginlega peysukápur sem henta sem utanyfirflíkur í léttara veðri en henta einnig vel í kaldara veðri utanyfir aðrar peysur eða með hlýjum klútum. Þær eru einfaldar í sniðinu með svolítið lausum ermum, opnar að framan með kanti sem rammar hálsmálið og vösum í hlið sem er alltaf gott að hafa.
Ermarnar eru með laska sniði sem gerir það að verkum að þær liggja vel við öxlina og síddin er góð við ýmsa kjóla, skokka og buxur.
Letingja peysurnar eru fáanlegar þremur stærðum: XS sem hentar 36/38-40, stærð S 40-42-44 og stærð M 44-46/48. Við mælum með 30°C þvotti og hengið upp til þerris frekar en að nota þurrkarann, hann fer aldrei vel með flíkurnar.
Blanda: 58%Cotton/40%Poly/2%Spdx