Lauf er eins og nafnið gefur til kynna, alveg laufléttur og notalegur kjóll. Hann er með V-hálsmál bæði að framan sem að aftan og er frekar laus yfir miðjuna. Lauf er tekin inn um hnén en þó þannig að hægt er að draga hann upp og stytta til að nota jafnvel sem topp við gallabuxur.
Lauf kjólarnir eru unnir út frá Léttu kjólunum sem við vorum með. Þeir voru gífurlega vinsælir! Þessir eru í raun eins að öllu leiti nema aðeins minni og fínlegri. Þeir eru góðir til að skella sér í og verða fínn án of mikillar fyrirhafnar.
Lauf kjólarnir eru lausir og þægilegir með ermum sem hægt er að hafa síðerma eða rykkja þær upp í kvartermasídd.
Þeir eru fáanlegir í XS sem hentar 36/38-40, S hentar 42/42-44 og M sem hentar 44-46/48
Við mælum með 30°C þvotti á þessum og vinsamlegast notið ekki þurrkara
ATH. Ef að varan er ekki til á lager mun starfsmaður láta þig vita með áætlaðan afgreiðslutíma. Einnig er hægt að ath með lagerstöðu áður en pöntun er framkvæmd á opnunartíma í síma 5880100 eða í gegnum systurogmakarrvk@gmail.com
Ef ekki er hægt að sauma í pöntunina bjóðum við þér aðra vöru, inneign eða fulla endurgreiðslu.
Takk fyrir að styðja við íslenskt atvinnulíf- íslenska hönnun og framleiðslu.