Kökumixið frá Funksjonell eru stórsniðug lausn fyrir þá sem eru lítið fyrir bakstur og vilja eitthvað fljótlegt og gott en um leið glúteinfrítt og lágt í kolvetnum. Þessa köku  má nota í gulrótaköku,eplaköku, möndluköku og marmaraköku en grunnurinn er frábær í allskonar tilraunir.

Innihald:

Fituskert möndluhveiti, FiberFine (náttúrulegt kornsterkja), kartöflusterkja, sætuefni: Sukrin (Erythritol) og súkrósi, baunaprótein, trfjar (síkóríurætur, psyllium husk), lyftiefni (matasóti, tvínatríumfosfat), salt, bindiefni (mónó-og díglýseríð úr fitusýrum), bragðefni, sítrónusýra, (kalíum sítrat).

Nettóþyngd 360g. Gefur um það bil 800g af bakaðri köku.

Leiðbeiningar:

 • Hitið ofninn í 175 C.
 • Blandið í skál 4 stór egg, 200ml af vatni og 100ml af olíu (eða helming af olíu og helming af áfum eða Quark fyrir heilsusamlegri en jafn bragðgóða köku! Okkur finnst best að nota kaldpressaða Repjuolíu).
 • Setjið blönduna út í og hrærið þar til allt er vel blandað.
 • Bætið bragðefnum við ef þið viljið.
 • Hellið deiginu í 20cm kökuform eða 12 muffinsform.
 • Bakið í miðjum ofni í 30min. fyrir stóra köku en 20mín. fyrir muffins.

Innskot frá Kristu: Það má setja 1 dl af sýrðum rjóma út í blönduna og minnka vatnsmagnið um 50-100 ml á móti. Gefur bragðmeira og skemmtilegra bragð af kökunni. 

Eins má taka  1/3hluta af hrærðu deigi, bæta við 1-2 msk af kakói og hræra svo deighlutunum saman í marmaraköku.

 

Hér má lesa sniðugt blogg með uppskriftum!

  Tengdar vörur

  Sjá allt
  Verma svört
  Verma svört
  49.900 kr
  Innpökkun
  Innpökkun
  300 kr
  Dagatal Sykurlaust 2020
  Hreistur síðkjóll rauður
  Hreistur síðkjóll teal
  Kósýsokkar stórir - 2 litir
  Left Versla áfram
  Þín pöntun

  Karfan þín er tóm