Útsöluvörur sem verslaðar eru á netverslun má skila/skipta innan 14 daga frá kaupum gegn annarri vöru eða inneignarnótu.
Klöpp er spennandi snið sem er byggt á skyrtukjólnum okkar vinsæla.
Hann er með V hálsmáli sem er ýkt enn meir með fallegu lista og dýpkar þannig hálsmálið. Hann er svo með panelum í hvorri hlið sem hægt er að binda saman að framan eða aftan.
Klöpp er með broti í baki sem gefur honum góða hreyfingu og vídd og síðum ermum sem auðveld er að tosa svolítið upp á handleggi til að breyta í kvart.
Skemmtilega öðruvísi kjóll sem sómir sér vel fyrir hverskonar veislur og tilefni.
Hann fæst í 3 stærðum: XS (hentar ca 36/38-40), S (40-42/44) og M (44-46/48)
Við mælum með 30°C þvotti og forðist þurrkarann.
Blanda: 100%Polyester
Ótrúlega létt efni með fallegum glans sem heldur sér virkilega vel!