Karkur samfestingur síðerma túrkís

36.900 kr 29.520 kr

Samfestingurinn Karkur hefur bara rokið út frá því við kynntum hann fyrst. 

Hann er alveg ótrúlega töffaralegur en um leið kvenlegur. Hálsmálið fer í V og fellur á misvíxl yfir hvort annað. V hálsmálin lengja hálsinn og fara svo mörgum ótrúlega vel. 

Hann er síðum ermum og vösum í hlið. Þar sem hann er bundinn saman í mittið  og efnið frekar gerðarlegt fá bæði axlir og mjaðmir sterkara útlit sem gerir það að verkum að mittið virkar enn minna á móti. "Leikur að andstæðum".

Buxurnar þrengjast jafnt niður án þess þó að vera of þröngar yfir kálfana. Þær eru með góðum sniðsaumum að aftan svo þær liggja sléttar og fallegar yfir rass og mjaðmir. Bakið er með svolítið meiri vídd sem felur allar brjóstahaldalínur og hér að sama skapi er leikið með andstæður og mittið fær meira vægi. 

Karkur er bundinn saman með bandi en hægt er að hafa slaufu að aftan eða lítinn hnút að framan. Mikilvægt er að nota beltisspælana svo að beltið haldist á réttum stað í mittinu. 

Efnið er gerðarlegt og gott með lítilli teygju, hann helst því vel tignarlegur og skarpur "sharp".

Karkur kemur í 4 stærðum 1 (34/36-38) XS (hentar ca 36/38-40), S (40-42/44) og M (44-46/48). 

Við mælum með 30°C þvotti og vinsamlegast forðist þurrkarann þar sem hann fer aldrei vel með flíkurnar.

Efnisblanda: 50% Polyester, 48% Viscose, 2% Elastine

ATH. Ef að varan er ekki til á lager mun starfsmaður láta þig vita með áætlaðan afgreiðslutíma. Einnig er hægt að ath með lagerstöðu áður en pöntun er framkvæmd á opnunartíma í síma 5880100 eða í gegnum systurogmakarrvk@gmail.com

Ef ekki er hægt að sauma í pöntunina bjóðum við þér aðra vöru, inneign eða fulla endurgreiðslu.

Takk fyrir að styðja við íslenskt atvinnulíf- íslenska hönnun og framleiðslu.

Tengdar vörur

Sjá allt
Leggings mattar
Leggings mattar
12.900 kr
20%
Skjól navy blátt
Útsala
Skjól navy blátt
Frá 3.120 kr 3.900 kr
Júlía twist svartar mattar
Skutla svört
Skutla svört
32.500 kr
Leggings mattar/riff
Brim kjóll V-hálsmál svartur
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm