Júlía twist svartar með óléttustreng

19.900 kr

Þær eru gerðar úr svörtu "quilt" efni sem að við höfum notað töluvert uppá síðkastið sérstaklega þar sem það heldur sér einkar vel eftir þvott. Hliðarsaumarnir hafa verið færðir á mitt framanvert og aftanvert læri og snýst saumurinn klæðilega niður á innan og utanverðan fót. Með því að hafa sauminn á miðju læri virkar fóturinn grennri og lengri.

Júlía er með litla grunna vasa, sem eru aðallega til sýnis, en buxurnar eru jafnframt með háum streng sem að heldur vel við magann.

Þessar eru með extra háum streng fyrir kúluna. Honum er svo síðar hægt að skipta aftur út fyrir venjulegan streng og kostar það 2000.- ATH* sjá mynd af streng.. einnig er hægt að panta þessar með enn hærri streng og nær hann þá enn lengra upp á kúlu sem að hentar vel fyrir þær sem eru langt komnar.. mælum við þá með 5cm auka hækkun (muna að taka það fram við pöntun).

Þessar eru flottar við flata skó og geggjaðar við hæla, en þær eru ekta fyrir tjúttið eða fyrir aðeins fínni tilefni.

Júlíu buxurnar eru fáanlegar í XS (hentar 36/38-40), S (hentar 40-42/44) og M (hentar 42/44-46)

Við mælum með 30°C þvotti og helst ekki nota þurrkara.

Blanda: 96% polyester og 4% Spandex.

Tengdar vörur

Sjá allt
Kakó - Dalileo frá Kamillu, smakkpakkning
Vara uppseld
Pastasósa red capicum
Vara uppseld
Pastasósa basil
Vara uppseld
Pastasósa eggplant and zucchini
Pastasósa italian ragu style
Vara uppseld
Sprautupoki með 5 stútum
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm