Ini Kabuki bursti
  • Ini Kabuki bursti
Ini Kabuki bursti - is currently on backorder. You may still purchase now though and we'll ship as soon as more become available.

Vegan kabuki bursti


Veitir lýtalausa þekju og jafna litadreifingu svo áferðin verður fullkomin. Vegan vottað. Cruelty-free vottað.

Nánar um vöruna
Verðlaunaði INIKA vegan kabuki burstinn veitir jafna, „airbrushed“ áferð í hvert skipti.
Blandar lausum steinefnapúðrum fullkomlega við húðina.
Þéttni burstaháranna tryggir jafna áferð.
Einstaklega mjúk og þægileg burstahár sem erta ekki viðkvæma húð.
Auðveldur í notkun; hið fullkomna áhald til að bera INIKA púður á húðina.


Notkun
Dýfið burstanum í INIKA púðrið eða strjúkið honum eftir yfirborði bakaðs púðurs.
Snúið burstahárunum upp og sláið handfanginu létt á hart yfirborð til að púðrið setjist í burstann.
Strjúkið burstanum létt yfir andlitið í áttina niður og út frá andlitinu (eða með hringlaga hreyfingum til að fá meiri þekju).
Endurtakið þar til nægileg þekja fæst, eða bætið meiru á vandamálasvæði eða misfellur á húðinni.

Hreinsunarleiðbeiningar: Við mælum með því að hreinsa kabuki burstann tvisvar í mánuði svo hann virki sem best. Notið gott lífrænt sjampó og volgt vatn. Þegar vatnið sem rennur úr burstanum er tært skal kreista hárin til að ná sem mestu vatni úr þeim og leggja hann svo á hliðina til þerris.


Innihaldsefni
Allir burstarnir eru búnir til úr mjúkum gervitrefjum og viðurinn er fenginn úr sjálfbærri skógræktun, svo varan er 100% vegan og samræmist siðferðilegum gildum.