Íma er fallegur og dömulegur peysukjóll eða skokkur. Hann er með hlýlegum kraga sem getur krumpast niður eða hægt er að brjóta og gera þannig stífari og svo eru laskermar sem eru klæðilegar og rúnaðar.
Hann er aðeins síðari að aftar með litlum follum sem gefa honum svolitla hreyfingu í baki.
Sætur peysukjóll sem hentar til hversdagsnota við leggings eða töffaralegar galla eða leðurbuxur eða í labbitúrinn, hlýr og notalegur.
Athugið að stærðirnar okkar eru svolítið öðruvísi en annarsstaðar: 1 34/36-38, XS hentar stærðum 38-40/42 S hentar stærðum 42/44-46 M hentar 46/48-50/52
Blanda: 100%Polyester
Við mælum með 30°C þvotti á þessari vöru og vinsamlegast notið ekki þurrkara.
ATH. Ef að varan er ekki til á lager mun starfsmaður láta þig vita með áætlaðan afgreiðslutíma. Einnig er hægt að ath með lagerstöðu áður en pöntun er framkvæmd á opnunartíma í síma 5880100 eða í gegnum systurogmakarrvk@gmail.com
Ef ekki er hægt að sauma í pöntunina bjóðum við þér aðra vöru, inneign eða fulla endurgreiðslu.
Takk fyrir að styðja við íslenskt atvinnulíf- íslenska hönnun og framleiðslu.