Hyrna er ofsalega hlý og notaleg utanyfirflík, einföld og oversize og soldið eins og að vera vafin inn í hlýtt teppi.. með ermum.. og kraga… og vösum!
Kraginn er tvöfaldur og smelltur upp með einni lítilli smellu fyrst að innan til að tryggja undirlagið og svo með mörgum smellum að utan.
Vasarnir eru djúpir og rúmgóðir og þessi hlýja flík hentar vel bæði hversdags sem og spari!
Hyrnurnar eru fáanlegar í tveimur stærðum: S (þær eru aðeins styttri og virka frekar eins og jakkar) en henta þó þeim vel sem eru svolítið í lægri kantinum og stærð M sem er vinsælasta og algengasta stærðin. Hentar meðal háum- og hávöxnum.
Ég er í stærð S á mynd og er 173 á hæð
Við mælum með þurrhreinsun á þessari vöru.
Blanda
Aðalefni: 80%Wool/20 %Nylon
Ytri ermar (stroff): 100%Wool
Innri ermar (stroff): 95%Cotton/5%Elastane