Gumpa er ein vinsælasta flíkin okkar en hana er hægt að nota á nokkra vegu. Hægt er að hafa hana opna eins og gollu, loka henni með litlum smellum þvert yfir magann eða binda hnút á hana að framan en þannig virkar hálsmálið síðara. Þessir möguleikar gera það að verkum að hún hentar mjög breiðum hóp kvenna og við allskyns tækifæri.

Gumpa er síðari að aftan með lausu baki og follum í hliðinni sem gefur henni mjög skemmtilegt yfirbragð. Hún draperast fallega að aftan og er með vösum að framan sem er náttúrulega bara ofsalega þægilegt!

Gumpa er hönnuð af Mai Shirato en hún vinnur á saumastofu Volcano, Mai útskrifaðist úr listaháskóla Íslands en verkefni þetta var unnið af Kötlu, hönnuði Volcano í samvinnu við Mai og er því „by Shirato for Volcano“. Þetta er ein af okkar uppáhalds vörum sem við höfum gert í ýmsum efnum í nokkur ár. Algjör klassík.

Athugið að stærðirnar okkar eru svolítið öðruvísi en annarsstaðar: XS hentar stærðum 36/38-40, S hentar stærðum  40/42-44, M 44-46/48

Við mælum með 30°C þvotti á þessari vöru og vinsamlegast notið ekki þurrkara.

Efnisblanda: 96% polyester, 4% spandex

Tengdar vörur

Sjá allt
Hamur prjónakjóll mynstraður
Turna svört
Turna svört
28.900 kr
Bendill grár
Bendill grár
22.500 kr
Hamur prjónakjóll mynstraður svart/hvítur
Móberg bleikt
Vara uppseld
Móberg bleikt
26.900 kr
Móberg svart
Móberg svart
26.900 kr
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm