Gúmmíplattarnir eru mjög slitsterkir, má setja í uppþvottavél og þeir fara sérstaklega vel með viðkvæma borðfleti eins og glerborð og önnur viðkvæm húsgögn. Plattarnir eru híbýlaprýði hvort sem þeir eru í notkun eða ekki.
Efniviðurinn kemur frá Gúmmívinnslunni á Akureyri en þeir framleiða gúmmímotturnar úr endurunnu hjólbarðagúmmí svo óhætt er að segja að um sé að ræða íslenska framleiðslu frá A – Ö
Stærð: 30 cm x 35 cm