Þessi fallega skyrta er ferlega sniðug í sniðinu og virkilega flatterandi. Sæt við gallabuxur eða sparibuxur/pils og einfalt að klæði upp í spari eða hversdags. Hún er með A sniði og fellur út í svolítið meiri vídd í hliðunum með örlítið meiri sídd að aftan. Skyrtan er með bandi í hálsmálinu sem hægt er að binda upp í þrönga eða lausa slaufu eða láta lafa. 

Okkur finnst einstaklega smart að girða hana svolítið ofan í strenginn að framan en einnig er hægt að hafa hana bara lausa niður.

Ermarnar eru síðar með töluverðri vídd fremst og eru þær teknar saman í rykkingu.

Klæðileg skyrta úr dásamlega fallegu föstu og léttu efni, þessi er dásemd!

Hann fæst í 3 stærðum: XS (hentar ca 36/38-40), S (40-42/44) og M (44-46/48)

Við mælum með 30°C þvotti og forðist þurrkarann.

Efni: 100% viscose 
(ath. Viscose er náttúrulegt efni og getur því flíkin alltaf minnkað smá í þvotti)

Tengdar vörur

Sjá allt
Fífa skyrta ljós mynstruð
Fífa skyrta blá mynstruð
Marta blúndu toppur offwhite
Marta blúndu toppur grænn
Marta blúndu toppur blár
Marta blúndu toppur grár
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm