Eylure á Íslandi hefur farið í samstarf við þær Söru og Sillu, stofnendur og eigendur Reykjavík Makeup School. Við fengum Söru og Sillu til að velja tvö af sínum uppáhalds augnhárum frá Eylure hvor, og verða þau augnhár sérmerkt þeim. Luxe Barouque eru ein af uppáhalds augnhárum Söru. Þetta segir Sara um augnhárin: "Ég elska þessi augnhár, en þau eru mink effect, sem gerir þau einstaklega mjúk og fluffy. Þetta eru þau augnhár sem ég er búin að nota lang mest en þau eru lengri í ytri krók þannig þau lengja augnsvæðið og gera augun dramatísk á fallegan hátt. Þau eru fullkomin fyrir þau sem vilja aðeins ýktari og lengri augnhár."

Augnhárin í Luxe línunni frá Eylure eru gerð til að líkja eftir áferð mink augnhárum, en eru úr synthetic hárum og eru því bæði Vegan og Cruelty Free. Hvert par af augnhárum er gert með þráðum með silkiáferð, en þeir eru sérstaklega fínlegir, glansandi og fallega mótaðir. Þau eru einstaklega mjúk og í hæsta gæðaflokki, án þess að nota alvöru minka hár. Í Luxe flokknum eru mismunandi stílar, sem henta bæði fyrir þá sem vilja náttúruleg augnhár, sem og þá sem vilja lengri og meira áberandi. Eylure er fyrsta augnhára vörumerki í heiminum, og einnig það vinsælasta. Hjá Eylure má finna gervi augnhár sem henta öllum, hvort sem þau eru mjög náttúruleg eða dramatísk – eitthvað fyrir alla!

Skref fyrir skref:

Veljið augnhár og lím sem hentar ykkur og tilefninu.
•Mátið augnhárin við augun og klippið þau til svo þau passi umgjörð augnanna.
•Berið lím á augnhárin.
•Bíðið í 20-30 sekúndur þar til límið er byrjað að þorna.
•Með hjálp augnháratangarinnar berið augnhárin upp við rót ykka raugnhára og leggið þau eins þétt upp við rótina og þið komist.
•Lagfærið augnhárin til svo þau falli alveg að ykkar augnlokum.

 

Tengdar vörur

Sjá allt
Glov comfort fjögurra horna hanski
Zarko Perfume  tester 2 ml
Ini Maskari Long Lash Black
Glov comfort fjögurra horna hanski ferskju
Vara uppseld
Inika face in a box starter kit
Glov on the go
Glov on the go
2.800 kr
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm