Dalíu kjólarnir eru með þeim rómantískari, það verður bara að segjast. Síðerma kjólar með V hálsmáli sem fer í fallega rykkingu rétt undir brjósti og úr tvöföldum efri parti sem heldur vel við. 

Undir síðpilsinu er þröngt undirpils með flottu aðhaldi og svo fellur fallegt efnið laust yfir með svolítilli rykkingu við sauminn.

Saumurinn undir brjóstinu fer aftur á bak og lækkar það niður, sem gerir sniðið einstaklega klæðilegt og dömulegt.

Eins og sjá má á myndunum er hægt að nota mittislinda við kjólinn eða belti sem að ýkja mittið enn meira. 

Þessir dásamlegu kjólar eru algjörlega einstakir með sérstaklega fallegu útsaumuðu siffoni með fugla og blómamynstri! 

Kjólarnir eru til í XS og S en einnig er hægt að sérpanta þá í stærð M.

XS hentar 36/38-40, stærð S 40-42-44 og stærð M 44-46/48. 

Best er að skola úr kjólnum á ullarprógrammi en hann þolir 30°C þvott á litlum snúning, helst í netapoka til að skemma ekki útsauminn. Hengið upp til þerris og forðist þurrkarann!

Blanda: 97% polyester 3% elastine

Tengdar vörur

Sjá allt
Glov - Travel sett bleikt - all skin types
Glov - Travel sett blátt - fyrir þurra húð
Glov - Travel sett fjólublátt - fyrir feita húð
Glov bunny ears
Glov bunny ears
2.360 kr
Glov comfort fjögurra horna hanski ljós fjólublár
Glov comfort fjögurra horna hanski ljós bleikur
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm