Bylgja- stjörnu svört
  • Bylgja- stjörnu svört
  • Bylgja- stjörnu svört
  • Bylgja- stjörnu svört
  • Bylgja- stjörnu svört
  • Bylgja- stjörnu svört
  • Bylgja- stjörnu svört
  • Bylgja- stjörnu svört
  • Bylgja- stjörnu svört
  • Bylgja- stjörnu svört
Bylgja- stjörnu svört - is currently on backorder. You may still purchase now though and we'll ship as soon as more become available.

"Wrap" kjóllinn sem oft hefur verið bendlaður við Diane von Fürstenberg er eitt það allra klæðilegasta kjólasnið sem fyrirfinnst að mínu mati. Maður er þó ávallt að leita að frekari fullkomnun á þessu fallega sniði.

Við hjá Volcano Design höfum gert nokkra í gegnum tíðina og hér má kynna nýjustu útgáfuna!

Bylgja er úr fallegu svörtu efni með svolitlum glans og stjörnumynstursáferð. Hálsmálið fer í V sem er þó ekki svo lágt að óþarft er að vera í hlýrabol innanundir. Hann er með kvart ermum sem gerir hann léttan og fallegan með svolítilli vídd að aftan sem nær niður í hnésbætur. 

Það besta við bylgjuna eru ofsalega fallegar follur sem myndast um og yfir magasvæðið, þær gefa kjólnum hreyfingu og kvenleika sem og vídd sem að felur magasvæðið svolítið. Það er jú það sem við dömurnar viljum oft, eitthvað laust í kringum magann sem þó eykur kvenlegan vöxtinn!

Við höldum að Bylgja geti orðið vinsæl og ekta svona flík sem er algjör nauðsyn að eiga í fataskápnum!

Bylgjuna er einnig hægt að nota sem opna og lausa gollu yfir buxur og hlýrabol eða einfaldlega síðan hlýra og leggings. Þá fer maður ekki með bandið í gegnum hliðina heldur bindur hann laust að framan og leyfir honum að lafa niður í opna "peysuslá".

Bylgja er fáanleg í XS (hentar 36/38-40) S (hentar 40-42/44) M hentar 44-46/48)

Við mælum með 30°C þvotti og ekki nota þurrkara.

Blanda: 92%Polyester, 8%Spandex