Vinsamlegast hafðu samband ef þú hefur áhuga á þessari vöru.

Bjarg er fallegur lauf kjóll, þeas að hann er í vinsæla lauf forminu sem margar elska. Víður yfir brjóst og maga og þrengist svo niður leggina. Ótrúlega flatterandi snið sem að hentar fjölbreyttu vaxtarlagi.

Bjarg er þó með aðeins "auka".. þessi dásemd er bæði með V hálsmáli og rikkingu yfir magasvæðið sem og VÖSUM!

Við elskum svo margar að hafa vasa.

Það er góð vídd í honum bæði yfir brjóst og handleggi sem og maga og ermarnar eru með fallegri bindingu sem gefur kjólnum enn skemmtilegra yfirbragð.

Í bakið settum við svolitla follu svo hann fái aukna hreyfingu að aftan og svo þrengist hann niður leggina.

Hægt er að vera með hann lausan eða þrengdan saman í mittið með mjóu eða breiðu belti eða jafnvel mittislinda.

Klæðilegur kjóll úr dásamlega fallegu föstu efni með örlítilli teygju, þessi er dásemd!

Hann fæst í 3 stærðum: XS (hentar ca 36/38-40), S (40-42/44) og M (44-46/48)

Við mælum með 30°C þvotti og forðist þurrkarann.

Blanda: 100%Polyester

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm