Páskaeggjaratleikur 2021
Í fyrra ákvað ég að búa til páskaeggjaratleik sem ég deildi með fylgjendum mínum og hann sló svo sannarlega í gegn. Jii það kom mér svo dásamlega skemmtilega á óvart hvað það voru margir sem að nýttu sér leikinn og tóku þátt.
Ég fékk fjöldann allan af myndum og videum þar sem þátttakendur tögguðu "systurogmakar" á instagram og sendu mér kveðjur.
Það er skemmst frá því að segja að ég var hálf klökk allan páskadag gjörsamlega að springa úr gleði og monti yfir því hversu vel hann tókst á mörgum heimilum. Foreldrar tóku þetta sumir lengra og lituðu vísbendingarnar, bættu við og gerðu einfaldari eða flóknari útgáfur handa eldri og yngri þáttakendum. Þetta var svo skemmtilegt að sjá!
Hér er linkur á leikinn frá því í fyrra!
Viltu plííís gera aftur?!
Ég ætlaði mér nú ekki að gera þetta að neinum árlegum viðburði en þar sem við erum að fara í aðra furðulega páskahátíð ákvað ég að skella í nýjan leik, 6 nýjar vísbendingar og þrautir og hægt er að blanda honum við leikinn frá því í fyrra eða gera fleiri af sínum eigin.
Þetta virkar í raun alveg eins og í fyrra og fyrir ykkur sem eruð að gera þetta í fyrsta skipti þá mæli ég með því að þið lesið vel yfir textann hér að neðan, fylgið leiðbeiningunum og þá gengur þetta smurt og auðveldlega fyrir sig.
Páskaeggjaratleikur!
Þið veljið svo algjörlega sjálf í hvaða röð þið viljið gera þetta og hvort þið yfirhöfuð viljið nota allar vísbendingarnar. Það sem er aðalmálið er að velja eitthvað svæði þar sem þið getið falið eggið og ákveðið sumsé "eggjafelustaðinn".
Það hafið þið sem lokavísbendinguna.
Svo fléttið þið vísbendingarnar aftur á bak frá "eggjafelustaðnum" svo þið afhendið fyrstu vísbendinguna og þá ætti allt að ganga upp.
Ég mun útskýra þetta betur aðeins neðar í póstinum!
Nú, til þess að þetta sé ekki alltof einfalt þá er svolítið flækjustig eða þraut sem fylgir hverri vísbendingu. Ein er skrifuð með dulmáli, aðra má leysa með talnaþraut, ein er með ósýnilegu letri osfrv.
Það er því nauðsynlegt að prenta út vísbendingarnar á þann pappír sem þið veljið ykkur en ég ákvað að hafa grafíkina einfaldlega svarthvíta svo þær henta öllum prenturum. Blöðin geta þó verið í lit eða þið getið dundað ykkur við að lita.. ENDILEGA sendið mér myndir ef metnaðurinn rýkur af stað með ykkur, það væri ekkert nema gaman að sjá það og best væri ef þið merkið myndir á Instagram undir myllumerkinu #systurogmakarpaskar
Vísbendingarnar og staðirnir:
Hjá hverri vísbendingu er mynd sem þarf að prenta út. Stundum eru fleiri en ein og stundum þarf að gera aðeins meira en bara prenta..

Þessi vísbendingin vísar í þvottakörfuna
Þessari vísbendingu fylgja 2 myndir til að prenta. Hér þarf að leggja blaðið með ljóðinu sjáanlegu ofan á hitt blaðið og skrifa svo ofan í textann frekar fast með blýanti eða kúlupenna. Gott er að hafa nokkur blöð undir eða morgunblað til að gera svolítið mýkra undirlag. Þegar búið er að skrifa ofan í allt ljóðið er efra blaðið fjarlægt og vísbendingin er neðra blaðið með "ósýnilega letrinu". Vísan kemur svo í ljós þegar litað er laust yfir svæðið með blýanti eða trélit.
þetta er jú af þér og mér?




Þessi vísbendingin vísar í ruslatunnuna.
Afhverju er enginn að flokka
allt sem er sett hér í?
Naslpoka og nýklippta lokka
ég skil ekki neitt í því!
Þessi vísbendingin vísar í hnífaparaskúffuna.
Hér þarf að prenta út 2 blöð. Annars vegar talnaröðina og hinsvegar grafíkina sem þú sem "leikjastjóri" þarft aðeins að dunda þér við. Eins og þú sérð þarf að klippa út borða og líma þá hringinn í kringum tóma klósettpappírsrúllu (passið að hafa borðana ekki of stífa).
Lausnin að þrautinni er svo einfaldlega að snúa borðunum á rúllunni og mynda talnaröðina. Stafirnir sem birtast að neðan eru skrifaðir niður og smátt og smátt kemur út úr þessu vísa sem hægt er að leysa.
ATH. ef að það er enginn stafur, nú þá er enginn stafur! :)


Þessi vísbendingin vísar í tölvuna
Hér þarf að prenta út tvö blöð, talnaþraut og talnalykil. Þau er hægt að fela saman á sama stað eða á sitthvorum staðnum í rýminu.
Svo er einfaldlega að leysa talnaþrautina og eins og tölustafirnir vísa í þá leitar maður fyrst lóðrétt og svo lágrétt og út kemur stafur. Smátt og smátt myndast vísan.
æi gefðu mér nú knús.


Þessi vísbendingin vísar í ísskápinn
Hér þarf að prenta út blaðið og brjóta svo hjá punktunum. Þegar það stendur svo upprétt á réttan hátt má lesa fyrri part vísunnar annars vegar og seinni partinn hins vegar.
Í skápnum er skítakuldi
Þessi vísbendingin vísar í glugga.
Hér er smá dúllerí fyrir leikjameistarann. Það þarf að ákveða bók, einhverja bók og svo fylla út blaðsíðutal, númer setningar og svo orðs. Fyrsti stafur orðsins er skráður niður og út kemur orðið "Gluggi" sem er orðið sem vantar í vísuna.
Ég ákvað að nota bókina "Þitt eigið ævintýri" eftir Ævar Þór Benediktsson, en það skiptir engu máli hvaða bók er notuð. Það finnast alltaf einhver orð þar sem fyrsti stafurinn er G L U G G I.
ATH* vísan segir að næsta vísbending sé fyrir utan glugga svo hér þarf að festa band og láta vísbendinguna hanga út um gluggann svo hún sjáist ekki innanfrá!

Hvernig fléttum við leikinn rétt?
Þá er þvottakörfuvísbendingin (ósýnilega letrið) síðasta vísbendingin sem "leitarinn á að finna".
Þá er einfaldlega þitt að velja hvernig þú vilt raða niður restinni af stöðunum og þetta getur farið eftir því hvernig heimilinu er upp raðað.. viltu að "leitarinn" fari fram og til baka á milli rýma eða nokkuð skipulagt á milli..
og að lokum felurðu hjá ruslinu vísbendinguna sem vísar í (6) þvottakörfuna (ósýnilega letrið) og það er þá loka felustaðurinn þar sem eggið ætti að vera falið!
Eins og ég skrifaði hér að ofan þá er vel hægt að blanda vísbendingunum við úr leiknum síðan í fyrra og það virkar alveg eins, þið bætið þeim þá einhversstaðar inní og fléttið inní.



Einnig voru nokkrir sem báðu um að kaupa leikinn, þetta snýst ekki um selja hann en ef þið viljið þakka fyrir með einum eða öðrum hætti þá þætti mér vænst um að fá sendar myndir eða video af stuðinu á páskadag og endilega tagga "@systurogmakar" á instagram eða ef þið birtið myndir á insta að nota #systurogmakarpaskar. Einnig má henda í eins og eitt gott like þar og kannski á þennan póst og hjálpa mér einfaldlega að deila honum sem víðast svo sem flestir geti notið.
Annars vona ég að sem flestir geti skemmt sér yfir þessu veseni mínu og ég og við öll hjá Systur&Makar og Volcano Design óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og vonum að þið hafið það sem allra best í súkkulaðivímu og gleði!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Katla – Systur & Makar –
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Snapchat
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar