Páskaeggjaratleikur 2020
Svo lengi sem ég man eftir mér hafa páskaeggin verið falin á mínu heimili og Páskadagsmorgun hófst svo á því að gera heljarinnar leit um allt húsið.
Þar sem æskuheimilið okkar er virkilega ofhlaðið dóti, skrautmunum og dúlleríi út um allt þá voru felustaðirnir endalausir og svo var sagt "heitt og kalt" eftir því hversu nálægt við vorum.
Við systkinin földum egg mömmu og pabba og þau okkar. Við vorum vanalega mun kvikindislegri í vali á felustöðum og sérstaklega við eggið hans pabba (ég veit ekki hvenær hann dró stutta stráið) en egg mömmu og pabba urðu sífellt minni með árunum (mamma stjórnaði þessu) svo möguleikarnir voru endalausir!
Ég man að eitt árið var innvolsið úr heilu samlokubrauði fjarlægt og egginu komið fyrir í staðinn. Skorpan faldi svo eggið vel og á meðan pabbi var að verða gráhærður beið brauðhleifurinn allan tímann á bekknum sali rólegur! Ég man að hann horfði svo á brauðið því hann var alltaf viiiiirkilega heitur nálægt brauðinu og leit á okkur og sagði "á ég að trúa þessu uppá ykkur"?! -jebb!!
Annað árið fengum við svipaða hugmynd nema með símaskrá þar sem við skárum egglaga gat úr allri skránni (þið sjáið samt að eggin voru orðin tíkarlega lítil.. comon mamma!).
Eitt árið var eggið tekið og brotið og troðið ofan í hitakönnu, það var frekar mikið bras og ekkert sérstaklega vinsælt...
Annað árið var egginu komið fyrir ofan á ljósakrónu- það árið fékk pabbi súkkulaðihúðaðan málshátt...
Eitt árið var eggið tekið og fest á band, það var svo strengt út fyrir gluggann og egginu var slakað út, þar fékk það að dúsa alla nóttina.. það árið fékk pabbi frosinn málshátt...
Þetta var svona upp og ofan en eins og þið sjáið þá fylgdu þessu algjörlega ógleymanlegar minningar! Ég efa það ekki að þessi hefð sé þekkt á mörgum heimilum og hef ég einnig heyrt sögur af flóknum ratleikjum með vísbendingum um allt hús og tilheyrandi veseni sem krefst mikils undirbúnings og vinnu.
Svo til að skapa enn fleiri páskaminningar og svona þar sem ég hef einstaklega gaman að veseni og vinnu og hef aldrei nokkuð að gera annars, þá datt mér í hug að búa til páskaeggjaleit sem allir geta notað á sínu heimili.
Þetta var svolítið bras fyrir mig en ósköp einfalt fyrir ykkur svo ég vona að sem flestir geti nýtt sér þetta!
Páskaeggjaratleikur!
Rúmið (barnsins eða þess sem er verið að fela fyrir).
Þið veljið svo algjörlega sjálf í hvaða röð þið viljið gera þetta og hvort þið yfirhöfuð viljið nota allar vísbendingarnar. Það sem er aðalmálið er að velja eitthvað svæði þar sem þið getið falið eggið.
Það hafið þið sem lokavísbendinguna.
Svo fléttið þið vísbendingarnar aftur á bak frá "eggjafelustaðnum" svo þið afhendið fyrstu vísbendinguna og þá ætti allt að ganga upp.
Ég mun útskýra þetta betur aðeins neðar í póstinum!
Nú, til þess að þetta sé ekki alltof einfalt þá er svolítið flækjustig sem fylgir hverri vísbendingu. Ein er skrifuð með dulmáli önnur er skrifuð með speglaskrift, aðra þarf að pússla saman osfrv.
Það er því nauðsynlegt að prenta út vísbendingarnar á þann pappír sem þið veljið ykkur en ég ákvað að hafa þær einfaldlega svarthvítar svo þær henta öllum prenturum. Blöðin geta þó verið í lit eða þið getið dundað ykkur við að lita.. ENDILEGA sendið mér myndir ef metnaðurinn rýkur af stað með ykkur, það væri ekkert nema gaman að sjá það og best væri ef þið merkið myndir á Instagram undir myllumerkinu #systurogmakarpaskar
Vísbendingarnar og staðirnir:
Þessi vísbendingin vísar í stofuna eða sjónvarspherbergið.

Þessi vísbendingin vísar í eldhúsið.
ef gleypt ég hefi loft.

Þessi vísbendingin vísar í forstofuna.
Þessa vísbendingu er best að lesa ef henni er snúið í átt að spegli- sjáðu hvort viðkomandi tekst að fatta það áður en hann reynir að snúa blaðinu eða lesa í gegnum glugga (sem er reyndar líka vel hægt ef prentað er á venjulegan prentpappír!)

Þessi vísbendingin vísar á baðherbergið.
Þetta er einfaldlega stafarugl, ljóðið er falið inn á milli stafana en glöggir lesendur sjá að fyrsti stafurinn í hverju orði er bæði skáletraður og feitletraður...
þó geri það mér gott.

Myndina hér að ofan getur þú vistað og prentað út.
Þessi vísbendingin vísar í póstkassann/póstlúguna.

Þessi vísbendingin vísar í rúmið þitt.

Hvernig fléttum við leikinn rétt?

Ég bendi einnig á að páskaquizzið er væntanlegt á Instagram aðganginn @systurogmakar og þar koma mögulega svolítið spennandi fréttir líka næstu daga svo fylgist endilega með! ;)
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Katla – Systur & Makar –
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Snapchat
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar