Lífrænt vottaður varablýantur (Certified Organic Lip Liner Pencil)


Mótaðu varirnar. Fallegur, endingargóður litur sem er búinn til á náttúrulegan hátt; formúlan er gerð til að renna auðveldlega á varirnar og gefa þeim jafnan lit. Lífrænt vottað. Vegan vottað. Halal vottað. Cruelty-free vottað.
Nánar um vöruna
INIKA lífrænt vottuðu varablýantarnir eru kremkennd blanda af kaldpressuðu plöntuvaxi og -olíum með viðbættum náttúrulegum steinefnalitum til að búa til fallegan og endingargóðan lit.
Varablýantarnir draga fram lögun varanna og gefa varalitnum enn dýpri lit og lengri endingu.
Allir varablýantarnir okkar eru vottaðir lífrænir, vegan, halal og cruelty-free. Náttúrulega!
Fallegir litir sem endast lengi
Kremkennd blanda af kaldpressuðu plöntuvaxi og -olíum
Náttúrulegir steinefnalitir
Draga fram lögun varanna
Gefa varalitnum enn dýpri lit
Notkun
Dragið línu eftir vörunum í litlum skrefum. Byrjið á amorsboganum við miðju varanna.
Dragið línur út frá amorsboganum á efri vör, því næst eftir miðju neðri varar og svo restina af neðri vörinni út frá miðju.
Fyllið að lokum inn í varirnar með INIKA lífrænt vottaða varablýantinum. Hægt er að draga línuna aðeins út fyrir varirnar svo þær virki stærri, en þá er gott að nota náttúrulegan lit.
Förðunarráð:
Fyrir þunnar varir: Til að fá meiri fyllingu í varirnar, dragið línuna aðeins út fyrir náttúrulegu varalínuna.
Fyrir þykkar varir: Til að láta varirnar líta út fyrir að vera minni, notið INIKA lífræna varablýantinn til að gera línu rétt fyrir innan náttúrulegu varalínuna.
Týndur varalitur? Notið varablýantinn eins og segir að ofan, fyllið svo inn í varirnar með varablýantinum og notið að lokum lífræna varasalvann okkar til að veita vörunum gljáa.
Innihaldsefni
Octyldodecyl Stearoyl Stearate; Cocos Nucifera (Coconut) Oil*; C10-18 Triglycerides; Hydrogenated Vegetable Oil; Copernicia Cerifera (Carnauba) Wax*; Euphorbia Cerifera (Candelilla) Wax; Mica; Polyglyceryl-3 Diisostearate; Oryzanol; Tocopherol (Vitamin E); Glyceryl Caprylate; Titanium Dioxide (CI 77891); May Contain (+/-): Iron Oxides (CI 77491, CI 77492, CI 77499), Silicon Dioxide ( Check individual packaging for exact ingredients). 
*Lífrænt vottað

NÝTT Lífrænt vottaður varagloss (NEW Certified Organic Lip Glaze)
Notið INIKA varagloss eina og sér til að fá mjúklegt og látlaust útlit, eða notið yfir uppáhalds varalitinn ykkar til að fá meira áberandi lit. Framleiddir úr náttúrulegum innihaldsefnum. Formúlan er örugg og laus við eiturefni. Mjúkur burstinn gerir ásetninguna auðvelda.
Nánar um vöruna
INIKA lífrænt vottaði varaglossinn hefur verið endurbættur til að veita vörunum enn meiri raka og næringu með litnum. Nýjustu viðbætur í formúluna eru lífrænt vottað shea smjör, rósaberja og jojoba olíur og candelilla vax sem gefa næringarríkan gljáa sem rennur mjúklega á varirnar. Formúlan er stútfull af andoxunarefnum og öðrum innihaldsefnum sem gera húðinni gagn og hjálpa til við að næra og endurnýja. Lífrænt vottuð appelsínuolía bætir við dásamlegum sítrusilm. Mjúkur burstinn tryggir nákvæma ásetningu. Þennan lífrænt vottaða varagljáa má nota einan sér til að bæta látlausum lit og glansi á varirnar, yfir varablýant eða varalit til að fá meira áberandi lit. Allir sjö litirnir eru sanseraðir.
Þarftu aðstoð við að velja lit?
Coral – Ferskjutónaður kórallitur með glansáferð.
Cinnamon – „Nude“ brúnn litur með látlausum bleikum undirtónum.
Cappuccino – Hlýr brúnn litur með glansáferð.
Hazelnut – Kaldur brúnn litur með glæsilegri glansáferð.
Rosewood – Djúpur rósalitur með jarðlituðum undirtónum.
Blossom – Ljósbleikur litur með látlausum ferskjulituðum undirtónum.
Cherry – Djúpur jarðtónaður rauður með glæsilegri glansáferð.

Notkun
Setjið beint á varirnar til að næra þær og fá látlausan lit.
Notið yfir uppáhalds varalitinn eða varasalvann til að bæta við gljáa.
Til að lengja endingartímann: fyllið inn í varirnar með varablýanti áður en varagljáinn er settur á.


Innihaldsefni

Ricinus Communis (Castor) Seed Oil*, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter*, Euphorbia Cerifera Cera (Candelilla Wax), Rosa Canina (Rosehip) Seed Oil*, Simmondsia Chinensis (Jojoba) Seed Oil*, Citrus Sinensis (Orange Essential Oil)*, Tocopherol (Vitamin E), Titanium Dioxide (CI 77891), Mica, May Contain (+/-) Iron Oxide (CI 77491)
*Lífrænt vottaðTengdar vörur

Sjá allt
Glov comfort fjögurra horna hanski
Zarko Perfume  tester 2 ml
Ini Maskari Long Lash Black
Vara uppseld
Glov comfort fjögurra horna hanski ferskju
Glov on the go
Glov on the go
2.800 kr
Inika face in a box starter kit
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm