Útsöluvörur sem verslaðar eru á netverslun má skila/skipta innan 14 daga frá kaupum gegn annarri vöru eða inneignarnótu.
Púff glimmer toppur er dásamlega fallegur síðerma bolur sem er einstaklega dömulegur og sætur. Hann er með fallega rúnuðu hálsmáli og púff ermum með meiri vídd yfir upphandleggi og þrengjast svo ermarnar niður að úlnlið. Hann er tekinn saman að aftan með saum niður mitt bakið og liggur því vel við kroppinn og sýnir fallegar kvenlegar línur, en hann er samt alls ekki níðþröngur. Sniðugur toppur sem fallegt er að girða ofan í buxur eða hafa yfir buxur enda nær hann niður á ca miðjan rass.
Fáanlegur í XS (36/38-40) S (40/42-44) M (44-46/48)
Við mælum með 30°C þvotti og vinsamlegast forðist þurrkarann.
Blanda: 97% polyester 3% elastine