Gíma silfur pallíetta þríhyrninga

24.900 kr 15.000 kr

Gíma er kjólatoppur sem hægt er að nota bæði við buxur og leggings. Hann er með fallega rúnuðu hálsmáli sem liggur frekar ofarlega og er frábær grunnur fyrir hverskonar skart og klúta.

Heiti kjólsins kemur frá orðinu "gímald" sem þýðir í raun stórt svæði, hann er jú vissulega svolítið stór og laus en um leið virkilega klæðilegur og fellur svo vel enda efnið ágætlega þungt! 

Hann er með tvo þríhyrninga hvoru megin við axlirnar bæði að framan og aftan sem fara frá breiðara stykki á öxlum niður í mjóan spíss á mjöðmunum. Þetta sérkenni gerir hann sérstaklega klæðilegan og grennandi.

Ermarnar liggja lausar um framhandleggina en þar má einnig sjá fallegt smáatriði þar sem stroffið víxlast hvort yfir annað. 

Gíma með pallíettu hentar til fínni nota ss í afmælin, veislur og á fínni fundi en hún klæðir einnig mjög fjölbreytt vaxtarlög.

Hann er fáanlegur í tveimur stærðum, báðar henta 36/38-46/48 en það fer frekar eftir hæðinni. S stærðin er eins og kjóll á módelinu, víðari og lausari. XS stærðin er þá frekar eins og bolur og ermarnar styttri, hann hentar einnig þeim sem eru í lægri kantinum).

Hér má sjá módelið í stærð S

Svarta efnið er 94%Polyester/6%Spandex

Pallíetta: 100% polyester

Tengdar vörur

Sjá allt
Sker- oggu galli í efni
Útsala
Sker- oggu galli í efni
15.000 kr 24.900 kr
Laki flaulis prototypa
Útsala
Laki flaulis prototypa
15.000 kr 24.900 kr
Blomstermala glervasi
Útsala
Blomstermala glervasi
1.320 kr 2.200 kr
Dropalokkar glimmer
Alma sv/hv röndótt
Útsala
Alma sv/hv röndótt
15.000 kr 28.900 kr
Myrka flauelis prótótýpa
Útsala
Myrka flauelis prótótýpa
24.430 kr 34.900 kr
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm