Dimma kjóll gulur blóma

34.900 kr 27.920 kr

Dimma er fallegur og töffaralegur en um leið kvenlegur wrap kjóll. Hálsmálið fer í V og fellur á misvíxl yfir hvort annað. V hálsmálin lengja hálsinn og fara svo mörgum ótrúlega vel. 

Hann er með síðum ermum með svolitlu púffi öxlunum sem eru þó ekki of þröngar.  Hann er með vösum í hlið og þar sem efnið er frekar gerðarlegt fá bæði axlir og mjaðmir sterkara útlit sem gerir það að verkum að mittið virkar enn minna á móti. "Leikur að andstæðum".

Pilsið er með góðum sniðsaumum að aftan svo það liggur slétt og fallega yfir rass og mjaðmir. Bakið er með svolítið meiri vídd sem felur allar brjóstahaldaralínur og hér að sama skapi er leikið með andstæður og mittið fær meira vægi. 

Hann er bundinn saman með bandi en hægt er að hafa slaufu að aftan eða bundið í hnút að framan.

Einnig kemur mjög vel út að binda beltið saman að framan í litla slaufu og nota kjólinn þannig sem gollu.

"Talandi um að geta farið beint úr vinnuvestinu í skvísulegan kjól á núll einni!".

Efnið er gerðarlegt og gott með teygju, hann helst vel tignarlegur er einstaklega þægilegur og dömulegur.

Dimma kemur í 3 stærðum XS (hentar ca 36/38-40), S (40-42/44) og M (44-46/48).

Við mælum með 30°C þvotti og vinsamlegast forðist þurrkarann þar sem hann fer aldrei vel með flíkurnar.

Efnisblanda: 95% Polyester, 5% Elastine

ATH. Ef að varan er ekki til á lager mun starfsmaður láta þig vita með áætlaðan afgreiðslutíma. Einnig er hægt að ath með lagerstöðu áður en pöntun er framkvæmd á opnunartíma í síma 5880100 eða í gegnum systurogmakarrvk@gmail.com

Ef ekki er hægt að sauma í pöntunina bjóðum við þér aðra vöru, inneign eða fulla endurgreiðslu.

Takk fyrir að styðja við íslenskt atvinnulíf- íslenska hönnun og framleiðslu.

Tengdar vörur

Sjá allt
Prótótýpa 6
Prótótýpa 6
15.000 kr
Prótótýpa 17
Vara uppseld
Prótótýpa 17
10.000 kr
20%
Travel knit toppur hvítur
Útsala
Travel knit toppur hvítur
10.320 kr 12.900 kr
20%
Travel T-shirt Svartur
Útsala
Travel T-shirt Svartur
8.720 kr 10.900 kr
20%
Travel T-shirt Hvítur
Útsala
Travel T-shirt Hvítur
8.720 kr 10.900 kr
20%
Drífa jakkapeysa græn
Útsala
Drífa jakkapeysa græn
23.120 kr 28.900 kr
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm