Útsöluvörur sem verslaðar eru á netverslun má skila/skipta innan 14 daga frá kaupum gegn annarri vöru eða inneignarnótu.
Blær er dásamlega klæðilegur og fallegur kjóll. Hann er úr fallegu glimmer efni með vel síðum ermum sem geta krumpast aðeins fremst og framstykkin fara hvort yfir annað að framan þar sem hann er svo bundinn í hliðinni. Þetta gerir hann sérstaklega dömulegan og kvenlegan en V hálsmálið lengir hálsmálið vel og tvöfalt magastykkið liggur vel yfir miðjuna. Hann er í fallegri sídd sem er rétt um hné en lítið mál er að fá hann styttan ef það hentar betur.
Kynþokkafullur og elegant kjóll sem hentar vel spari, glimmer og glamúr!
Blær er fáanlegur í stærð XS (hentar 36/38-40) S (hentar 40-42/44) M hentar 44-46/48)
Við mælum með 30°C þvotti og ekki nota þurrkara.
Blanda: 97% polyester 3% elastine