Vara uppseld

Hyrna er í raun mjög svipuð og Vendingarnir en hönnunin er þó frábrugðin að því leiti að Hyrnurnar eru með smelltum kraga með leðurlíkis renning í stað hettu. 

Eins eru Hyrnurnar með vösum að framan og þær eru úr svolítið þykkara og stífara efni en Vendingarnir. Þær falla því ekki eins mikið í hliðunum í "draperingar" en liggja þó vel og eru með fínni lokun.

Kraginn er tvöfaldur og smelltur upp með einni lítilli smellu fyrst að innan til að tryggja undirlagið og svo með mörgum smellum að utan.

Vasarnir eru djúpir og rúmgóðir og þessi hlýja flík hentar vel bæði hversdags sem og spari!

Hyrnurnar eru fáanlegar í tveimur stærðum: S (þær eru aðeins styttri og virka frekar eins og jakkar) en henta þó þeim vel sem eru svolítið í lægri kantinum og stærð M sem er vinsælasta og algengasta stærðin. Hentar meðal háum- og hávöxnum.

Við mælum með þurrhreinsun á þessari vöru.

(Ath meðfylgjandi má einnig sjá myndir af grárri Hyrnu, þar sem sniðið sést betur á henni en svörtu). 

Blanda

Aðalefni: 80%Wool/20 %Nylon

Ytri ermar (stroff): 100%Wool

Innri ermar (stroff): 95%Cotton/5%Elastane

Tengdar vörur

Sjá allt
Hyrna koxgrá
Hyrna koxgrá
39.900 kr
Hyrna ljósgrá
Hyrna ljósgrá
39.900 kr
Langa
Langa
28.900 kr
Langlúra með leðurlíkisermum
Skata kápa gyllt
Skata kápa gyllt
29.900 kr
Skata kápa svört
Útsala
Skata kápa svört
17.940 kr 29.900 kr
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm