Olifa - Puglia bragðmikil 0,5L

3.190 kr

OLIFA var stofnað í byrjun árs 2017 en eigendur fyrirtækisins eru hjónin Emil Hallfreðsson atvinnumaður í knattspyrnu og eiginkona hans Ása Reginsdóttir en þau hafa verið búsett á Ítalíu í liðlega tíu ár. Þau, ásamt Fransesco Allegrini og Paola Sartori eru stofnendur og eigendur OLIFA. Öll deila þau brennandi áhuga á góðum mat og saman hafa þau því eytt ófáum stundum á ítölskum veitingahúsum og notið þeirra hráefna sem Ítalir eru hvað færastir í að framleiða og matreiða.

OLIFA hefur tekist að sameina hin ýmsu hágæða ítölsku hráefni undir einn hatt, sem Íslendingum gefst nú kostur á að njóta, betur en nokkurn tímann áður. Fransesco Allegrini er sonur eins ástsælasta vínbónda Ítalíu, Franco Allegrini og þökk sé fjölskyldufyrirtæki þeirra, Allegrini Winery sem valið var vínhús Ítalíu 2016, fær OLIFA að njóta góðs af þeirra tengslum og umhverfi í matvælaiðnaðinum. Í krafti  þessara tengsla, ástríðu og áhuga fyrir góðum mat hefur okkur hjá OLIFA því tekist að leiða hin ýmsu hágæða ítölsku hráefni saman við hagstætt verð fyrir íslenska neytendur.

Það sést líklega best á því að Regionale jómfrúar olían okkar frá Puglia var valin ein besta olía Ítalíu 2017 og í fyrsta sinn fæst ítölsk DOP jómfrúar olía nú á Íslandi, en DOP er mikilvægur gæðastimpill á ítölskum matvælum.

Ósk okkar er sú að allir Íslendingar fái að njóta þess besta sem Ítalía hefur upp á að bjóða og að hágæða jómfrúar ólífuolía sé ekki munaðarvara sem enginn hefur efni á heldur nauðsynjavara og mikilvægur partur af mataræði Íslendinga.

Við vonum af öllu hjarta að OLIFA standist ykkar kröfur og muni færa ykkur aukin gæði í hina hversdagslegu eldamennsku.

 

Regionale PUGLIA

Verðlauna jómfrúarolían okkar frá Puglia var valin ein besta ólífuolía Ítalíu árið 2017. Af olíunum okkar þremur er olían frá Puglia bragðmest.

Hún er nokkuð krydduð með góðu jafnvægi á milli þess beiska og sterka sem myndar kryddað eftirbragð; Ætiþistill, óþroskaðir tómatar og keimur af ferskri möndlu.

Þökk sé jafnvæginu sem ríkir á milli þess léttkryddaða og beiska heldur olían upprunalegu bragði nýkreistra ólífanna.

Puglia jómfrúar ólífuolían frá OLIFA er best notuð hrá með bragðmeiri mat. Hún passar fullkomnlega með grilluðu kjöti af hvaða tegund sem er og kemur fullkomlega í stað sósu. Hún er líka æðisleg með grilluðum fiski eða á eldað grænmeti og í matarmiklar súpur.

Tengdar vörur

Sjá allt
S&M Uppskriftaspjöld Kristu pakki 1
S&M Uppskriftaspjöld Kristu pakki 3
Funksjonell Sukrin marsipan
Sukrin Milk chocolate með möndlum og salti
Sukrin Milk chocolate
S&M Uppskriftaspjöld Kristu pakki 2
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm