Dalileo kakóið frá Gvatemala er svokallað “ceremonial grade cacao" og sannkölluð ofurfæða. Hreint kakó inniheldur mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu, er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Það inniheldur phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical", er endorfín sem mannslíkaminn framleiðir til dæmis eftir líkamsrækt, hefur aðeins fundist í einni plöntu – Cacao Theobroma. Kakó inniheldur auk þess króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur og tryptophan svo eitthvað sé nefnt af þeim 1000 efnum sem kakóið inniheldur. Kakó ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu sérótónín og lækkar streituhormónið kortisól.
Fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið, meðal annars við Yale og Oxford, staðfesta virkni kakóbaunarinnar og stöðu hennar sem heilsusamleg og heilsueflandi fæða.
Í menningu Maya fólksins í Mið-Ameríku hefur kakó og kakóplantan gegnt veigamiklu hlutverki í árþúsundir og hlotið nafnbótina fæða guðanna. Það má rekja kakódrykkju 3800 ár aftur í tímann og því tími til kominn að þessi dásemdardrykkur rati til Íslands.
Dalileo kakóið sem boðið er til sölu hér kemur beint frá bónda, án milliliða, og er ræktað í Polochic dalnum í norðurhluta Guatemala. Kakóplantan vex í skugganum í regnskógum Guatemala og notast er við umhverfisvænar ræktunaraðferðir, með tilliti til orkusparnaðar, sjálfbærni og skógræktar.
HVER ER KAMILLA ?
Nú hef ég hafið innflutning á kakóinu góða svo fleiri á Íslandi fái að njóta og held reglulegar kakóathafnir, kakóhugleiðslur og KakóRó í Ljósheimum og víðar auk þess að bjóða upp á hóptíma fyrir einkahópa, vinnustaði og hvataferðir. Ég skipulegg að auki jóga-, hugleiðslu- og kakóferðir til Gvatemala.
“Að njóta þess að drekka kakóbolla og sækja kakóhugleiðslur hjá Kamillu hefur gefið mér ómetanleg augnablik inn í hversdaginn undanfarið ár, augnablik þar sem ég næ að tengjast líkama mínum, visku hans og innsæi á dýpri hátt. Ég finn hvernig kakóið hefur hjálpað mér að finna aukna ró og einbeitingu og hvernig ég er tengdari kjarna mínum í hversdeginum. Hvort sem það er í góðum hóp í kakóathöfn hjá Kamillu eða heima í góðu tómi færir kakóbollinn alltaf ákveðna helgiró inn í daginn, slíkri ró held ég að við þurfum meira og meira á að halda inn í hversdaginn sem einkennist af svo miklum hraða og spennu hjá mörgum í dag.”
Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir, doktor í heimspeki
Kynntu þér töfra kakósins og heilsaðu upp á hjartað þitt.
Poki með 400 grömmum af 100% lífrænu og óerfðabreyttu hreinu kakói frá Gvatemala sem er sannkölluð ofurfæða. Þetta kakó kemur frá Dalileo Chocolat í Polochic dalnum í norðurhluta landsins þar sem notast er við umhverfisvænar ræktunaraðferðir, með tilliti til orkusparnaðar, sjálfbærni og skógræktar. Þetta magn dugar í um 20 bolla.