Bökunarmixið frá Funksjonell eru stórsniðug lausn fyrir þá sem eru lítið fyrir bakstur og vilja eitthvað fljótlegt og gott en um leið glúteinfrítt og lágt í kolvetnum. Þessa köku má nota í rjómatertubotna, vöfflur, sjónvarpsköku og muffins en grunnurinn er frábær í allskonar tilraunir.

Innihald:

Fituskert möndluhveiti, FiberFine (náttúrulegt kornsterkja), kartöflusterkja, sætuefni: Sukrin (Erythritol) og súkrósi, baunaprótein, trefjar (síkóríurætur, psyllium husk),kartöflusterkja, sesammjöl, lyftiefni (matarsóti, tvínatríumfosfat), salt, bindiefni (mónó-og díglýseríð úr fitusýrum), bragðefni, sítrónusýra, (kalíum sítrat).

Nettóþyngd 340g. Gefur um það bil 760g af bakaðri köku.

Sjónvarpskaka:

 • Hitið ofninn í 175 C.
 • Blandið í skál 4 stór egg, 100 ml af vatni og 75 ml af olíu og 1 kúfaða msk sýrður rjómi eða grísk jógúrt. Okkur finnst best að nota kaldpressaða Repjuolíu).
 • Setjið blönduna út í og hrærið þar til allt er vel blandað.
 • Bætið 1 tsk af sítrónudropum saman við t.d. frá Kötlu ( má sleppa )
 • Hellið deiginu í ferkantað kökumót sem er smurt að innan t.d. með kókosolíu.
 • Bakið í miðjum ofni í 20 min en þá fer kókosbráðin yfir.

Kókosbráð:

40 g smjör

4 msk rjómi

70 g sukrin gold eða Good good sæta

130 g gróft kókosmjöl.

Hitið allt saman í potti og dreifið kókosblöndunni yfir hálfbakaða kökuna, gerið varlega og bakið svo áfram í um það bil 10 mín. Passið að kókosmjölið brenni ekki.

 

Rjómaterta:

 • Hitið ofninn í 175 C.
 • Blandið í skál 4 stór egg, 100 ml af vatni og 100 ml af olíu. 3 msk af grískri jógúrt.
 • Setjið blönduna út í og hrærið þar til allt er vel blandað.
 • Bætið bragðefnum við ef þið viljið. 
 • Hellið deiginu í 2 x 20cm kökuform.
 • Bakið í miðjum ofni í 30min.

Kælið botnana og smyrjið svo Good good súkkulaðismyrju á annan helminginn, og jarðaberjasultu frá Good good á hinn. Þeytið einn pela af rjóma og setjið á milli botna auk ferskra jarðarberja. Skiljið samt nokkur ber eftir fyrir skrautið.

Kælið nú kökuna og búið til frosting:

Krem: 

100 g ósaltað smjör við stofuhita

100 g fínmöluð sæta, Good good, (malið í nutribullet eða matvinnsluvél)

3 msk af rjóma

1 tsk af vanilludropum.

Þeytið kröftuglega saman með handþeytara og skreytið svo kökuna, það þarf ekki að þekja alveg hliðarnar, flott að láta sjá aðeins í botnana. Skreytið með frostþurrkuðum jarðaberjum og ferskum. 

 

 

Almennar leiðbeiningar:

 • Hitið ofninn í 175 C.
 • Blandið í skál 4 stór egg, 100 ml af vatni og 100 ml af olíu (eða helming af olíu og helming af áfum eða Quark fyrir heilsusamlegri en jafn bragðgóða köku! Okkur finnst best að nota kaldpressaða Repjuolíu).
 • Setjið blönduna út í og hrærið þar til allt er vel blandað.
 • Bætið bragðefnum við ef þið viljið.
 • Hellið deiginu í 20cm kökuform eða 12 muffinsform.
 • Bakið í miðjum ofni í 30min. fyrir stóra köku en 20mín. fyrir muffins.

 

  Tengdar vörur

  Sjá allt
  S&M Uppskriftaspjöld Kristu pakki 1
  S&M Uppskriftaspjöld Kristu pakki 3
  Funksjonell Sukrin marsipan
  Sukrin Milk chocolate með möndlum og salti
  Sukrin Milk chocolate
  S&M Uppskriftaspjöld Kristu pakki 2
  Left Versla áfram
  Þín pöntun

  Karfan þín er tóm