Saltstaukar Hönnu Grétu
  • Saltstaukar Hönnu Grétu
  • Saltstaukar Hönnu Grétu
  • Saltstaukar Hönnu Grétu
  • Saltstaukar Hönnu Grétu
  • Saltstaukar Hönnu Grétu
  • Saltstaukar Hönnu Grétu
  • Saltstaukar Hönnu Grétu
  • Saltstaukar Hönnu Grétu

Þessi vara er aðeins fáanleg í gegnum verslun, vinsamlegast hafðu samband: systurogmakarrvk@gmail.com eða í síma 588 0100

Saltstaukar Hönnu Grétu - is currently on backorder. You may still purchase now though and we'll ship as soon as more become available.

Hanna Gréta er frábær keramikhönnuður sem Systur&Makar kynntust fyrir nokkru og fengum við að bjóða upp á vörur hennar í versluninni. Hanna Gréta sérhæfir sig í að vinna með náttúruleg efni í glerungana sem hún býr til sjálf. Hún notar t.d, Hekluvikur, granít, ösku og blágrýti. Innblásturinn sækir hún í litadýrð hálendisins hér á Íslandi.

Einfaldleiki, notagildi og "staflanleiki" er einkennandi fyrir keramík hönnun hennar Hönnu og við erum sérstaklega hrifin af saltstaukunum hennar sem er einmitt hægt að stafla. Einfalt formið leyfir sterkum jarðarlitum að njóta sín og notagildið er frábært. Maður setur innihaldið úr heilum salt pakka í stærra ílátið og hefur svo minni bollann sem passar í sem lok, með salti til að bera fram í t.d. á matarborðið. Algjör snilld.

Kostar 6.200.- og kemur í fallegri öskju. Tilvalið í matarboðið, afmælið eða í gjöf fyrir matgæðinga. 

Þar sem það eru engir tveir eins þá seljum við þessa aðeins beint úr búðinni en það er þó sjálfsagt að senda línu á systurogmakarrvk@gmail.com og við sendum þér myndir af þeim sem til eru hverju sinni.