Vinsamlegast hafðu samband ef þú hefur áhuga á þessari vöru.

hrós

[1] hól, lof

Samheiti
[1] hól, lof

Afleiddar merkingar
[1] hrósa, hrósverður

Það er undravert hvað hrós getur gert mikið fyrir náungann. Og eins og máltækið segir "Bros getur dimmu í dagsljós breytt" þá held ég að það eigi líka við um hrós. Við gerum allt of lítið af því að hrósa hvort öðru og nú er komið tækifæri til að gefa fallegt hrós að eigin vali í fallegum umbúðum fyrir þann sem þér þykir vænt um.

Krukkan kemur í fallegum léreftspoka og hangir lítið stálhjarta utan á henni. Ofan í krukkunni er upprúllað hrós og fylgir pinni til að veiða hrósið sitt upp. Þetta er bara skemmtilegt enda höfum við gaman af því að gleðja og vera jákvæðar. 

Hrósin sem um er að velja eru 25 talsins. Það er hægt að panta þau hér og að sjálfsögðu fást þau einnig í versluninni.

 

Hér eru hrósyrðin 25:

 

1.Þú ert meira að segja fallegri 

að innan en utan.

2. Þú gerir mig að betri manneskju.

3. Á skalanum 1-10 þá ert þú 11.

4. Ég er undir áhrifum þínum.

5. Þú ert sólargeislinn í lífi mínu.

6. Þú ert svo hugulsöm manneskja.

7. Þú skiptir mig máli.

8. Þú ert ljósið mitt í myrkinu.

9. Takk fyrir að vera til staðar fyrir mig.

10. Þú nærð fram því besta í fólki.

11. Þú ert mín helsta fyrirmynd.

12. Þú ert besta mamma í heimi.

13. Þú ert besti pabbi í heimi.

14. Brostu, lífið er fallegt og þú líka.

15. Þú ert besta amma í heimi.

16. Þú ert besti afi í heimi.

17. Þú ert ómetanlegur vinur.

18. Takk fyrir að hlusta og vera ávallt til staðar fyrir mig.

19. Þú ert með góða kímnigáfu.

20. Þú veist alltaf hvað á að segja og veist nákvæmlega hvenær ég þarf að heyra það.

21. Að sjá hvað þú hugsar vel um þína nánustu er aðdáunarvert.

22. Ef þolinmæði er dyggð þá ert þú meistari dyggðanna.

23. Þú lýsir upp herbergið.

24. Þú ert sannur vinur í raun.

25. Ég er þakklát/ur fyrir að þekkja þig.

26. Þú ert besta systir í heimi.

27. Þú ert besti bróðir í heimi.

 

 

 

 

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm