Ketómælarnir frá Wellion voru að koma í hús og eru stórsniðugir fyrir þá sem eru að koma sér í ketósu og vilja fylgjast með árangrinum og áhrifum fæðunnar á ketónaframleiðslu líkamans. Þetta er einfalt tæki sem mælir ketóna í blóði en viðkomandi stingur í putta á einfaldan hátt og getur mælt bæði ketóna og glúkósa í blóðinu. Þetta eru nákvæmari mælingar en hin svokölluðu ketostix sem mælir þvag svo ef þið viljið fara alla leið þá er mælirinn kominn fyrir þig.

Með mælinum fylgja 10 stix. Hægt er að kaupa áfyllingu á 3.490.-

Ath að til þess að fá strimilinn til að virka sem best með mælinum er best að byrja að ná fram blóðdropanum, gott að stilla nálarþrýstinginn á 4-5 til að stinga djúpt og miða á hliðina á fingurgóm ekki alveg  miðjuna því þar eru taugaendar, stinga svo strimlinum í tækið, bíða eftir tilkynningu um að setja dropann á stixið, leggja dropann upp að og láta hann sogast inn í strimilinn og svo telur tækið niður 8 sek. Ath það er bara hægt að nota hvern strimil í eitt sinn svo vandið ykkur við verkið. Niðurstaðan kemur strax fram. Æskilegt ketósuástand er á bilinu 0.5-3 svo þið getið séð nokkuð greinilega hvort þið séuð komin í fitubrennsluástand.

Til að mæla þennan svokallaða GKI stuðul þá er glúkósastuðlinum deilt með ketona stuðlinum. Hér er heimasíða sem hjálpar til við það, munið að velja ml og gera punkt á milli tala. T.d. 0.9 ef það er mælingin í ketónaniðurstöðum. 


Allt fyrir neðan 3 þýðir að þú ert hátt í ketósu, 3-6 þýðir meðal ketósu ástand og 6-9 þýðir lítil ketósa. Því lægri sem talan er því betra samkvæmt þessum GKI stuðli.

Tengdar vörur

Sjá allt
Alda drykkur
Alda drykkur
325 kr
Ketó mælistix aukapakki
Happy hips nuddboltar
Vatnsbrúsi með active cap 475ml Pink Ombre
Vatnsbrúsi active cap 475ml Optic White
GoGo Flower
GoGo Flower
290 kr
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm