Kakó - Dalileo frá Kamillu, smakkpakkning

850 kr
Vara uppseld

Dalileo kakóið frá Gvatemala er svokallað “ceremonial grade cacao" og sannkölluð ofurfæða. Hreint kakó inniheldur mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu, er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Það inniheldur phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical", er endorfín sem mannslíkaminn framleiðir til dæmis eftir líkamsrækt, hefur aðeins fundist í einni plöntu – Cacao Theobroma. Kakó inniheldur auk þess króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur og tryptophan svo eitthvað sé nefnt af þeim 1000 efnum sem kakóið inniheldur. Kakó ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu sérótónín og lækkar streituhormónið kortisól.

Fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið, meðal annars við Yale og Oxford, staðfesta virkni kakóbaunarinnar og stöðu hennar sem heilsusamleg og heilsueflandi fæða.

Í menningu Maya fólksins í Mið-Ameríku hefur kakó og kakóplantan gegnt veigamiklu hlutverki í árþúsundir og hlotið nafnbótina fæða guðanna. Það má rekja kakódrykkju 3800 ár aftur í tímann og því tími til kominn að þessi dásemdardrykkur rati til Íslands.

Dalileo kakóið sem boðið er til sölu hér kemur beint frá bónda, án milliliða, og er ræktað í Polochic dalnum í norðurhluta Guatemala. Kakóplantan vex í skugganum í regnskógum Guatemala og notast er við umhverfisvænar ræktunaraðferðir, með tilliti til orkusparnaðar, sjálfbærni og skógræktar.

HVER ER KAMILLA ?

Hæææ! Ég heiti Kamilla Ingibergsdóttir og er jógakennari RYT200, jóga nidra kennari, Reiki I og II heilari og hef stundað yoga og hugleiðslu um árabil. Ég nota söngskálar, gong og ýmis konar tónlist í mínu starfi en tónlist hefur alltaf verið mitt besta meðal. 

Árið 2016 urðu kaflaskil í lífi mínu en þá stefndi ég í kulnun í starfi í annað skiptið á aðeins nokkrum árum. Eitthvað þurfti að breytast. Ég tók mér frí til að endurmeta allt og leiðin lá til Gvatemala. Síðan þá hafa ferðir mínar þangað næstum ekki stoppað en ég hef farið fjórum sinnum til kakólands til að kynna mér krafta kakóplöntunnar betur. Ég nota kakóið til að efla andlega og líkamlega heilsu, dýpka hugleiðslu og jógaiðkun en það hefur reynst mér dásamlegur hjálpari í gegnum ýmis verkefni í lífinu.

Nú hef ég hafið innflutning á kakóinu góða svo fleiri á Íslandi fái að njóta og held reglulegar kakóathafnir, kakóhugleiðslur og KakóRó í Ljósheimum og víðar auk þess að bjóða upp á hóptíma fyrir einkahópa, vinnustaði og hvataferðir. Ég skipulegg að auki jóga-, hugleiðslu- og kakóferðir til Gvatemala. 

Áður en kakóið kom eins og stormsveipur inn í líf mitt hafði ég stundað háskólanám í heil átta ár en ég er Kaospilot sem er nám í skapandi verkefnastjórnun í Danmörku, með BA próf í mannfræði og fjölmiðlafræði og diplóma í hagnýtri fjölmiðlun. Ég vann í áratug í tónlistarbransanum sem kynningarstjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, verkefnastjóri Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men. Ég var einnig framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands og verkefnastjóri hjá Alþjóðahúsi. Öll þessi reynsla hefur síðan reynst mér ómetanleg í mínu starfi sem jógakennari, skipuleggjandi viðburða og ferða, og sem sjálfskipaður sendiherra kakóbaunarinnar :)

Hér eru nokkur orð frá góðri konu sem hefur notið kakósins eins mikið og ég:

“Að njóta þess að drekka kakóbolla og sækja kakóhugleiðslur hjá Kamillu hefur gefið mér ómetanleg augnablik inn í hversdaginn undanfarið ár, augnablik þar sem ég næ að tengjast líkama mínum, visku hans og innsæi á dýpri hátt. Ég finn hvernig kakóið hefur hjálpað mér að finna aukna ró og einbeitingu og hvernig ég er tengdari kjarna mínum í hversdeginum. Hvort sem það er í góðum hóp í kakóathöfn hjá Kamillu eða heima í góðu tómi færir kakóbollinn alltaf ákveðna helgiró inn í daginn, slíkri ró held ég að við þurfum meira og meira á að halda inn í hversdaginn sem einkennist af svo miklum hraða og spennu hjá mörgum í dag.”
Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir, doktor í heimspeki

Kynntu þér töfra kakósins og heilsaðu upp á hjartað þitt. 

 

Poki með 400 grömmum af 100% lífrænu og óerfðabreyttu hreinu kakói frá Gvatemala sem er sannkölluð ofurfæða. Þetta kakó kemur frá Dalileo Chocolat í Polochic dalnum í norðurhluta landsins þar sem notast er við umhverfisvænar ræktunaraðferðir, með tilliti til orkusparnaðar, sjálfbærni og skógræktar. Þetta magn dugar í um 20 bolla.

Eitt kíló af 100% lífrænu og óerfðabreyttu hreinu kakói dugar í um 50 bolla.

Uppskrift:

Kakó er hægt að nota á marga vegu, útbúa heitan kakóbolla, setja í hristinginn, út á grautinn eða í hnetumixið. Hægt er að nota kakó sem náttúrlegan orkugjafa inn í daginn eða til að komast í ró fyrir svefn. Mayar og aðrir menningarhópar hafa í aldanna rás notað kakó sér til heilsubótar og til að dýpka andlegan skilning. 

Hér eru tvær góðar leiðir til að útbúa kakóbolla

Aðferð 1:
Saxaðu 20 grömm, um tvær matskeiðar, og bættu því ásamt hálfum bolla af köldu vatni í pott, leyfðu að hitna vel án þess að suðan komi upp. Hægt er að bragðbæta, til dæmis með kókosolíu, kanil, Cayenne pipar, kjarnaolíum til inntöku og sæta með hlynsírópi eða hunangi ef þarf. Einnig er hægt að skipta vatninu út fyrir jurta- eða hnetumjólk, t.d. möndlumjólk.

Aðferð 2:
Ef NutriBullet eða lítill blandari er til á heimilinu er hægt að sjóða vatn og setja í hálfan bolla og leyfa að kólna aðeins áður en það er sett í blandarann ásamt kakóinu. Hægt er að bragðbæta, til dæmis með kókosolíu, kanil, Cayenne pipar, kjarnaolíum til inntöku og sæta með hlynsírópi eða hunangi ef þarf. Einnig er hægt að skipta vatninu út fyrir jurta- eða hnetumjólk, t.d. möndlumjólk.

 

Skotheldir systrabollar !
Katla:
2 mæliskeiðar Collagen, Feel Iceland
20 g himneskt kakó
1 stór bolli soðið vatn
15 g saltlaust smjör
15 g Mct olía með Choco bragði
3-4 dropar NOW stevía English Toffee
nokkrir piparmyntudropar
María Krista:
2 mæliskeiðar Collagen, Feel Iceland
20 g himneskt kakó
1 stór bolli sterkt kaffi
15 g saltlaust smjör
15 g Mct olía með Vanillu Hazelnut bragði
3-4 dropar NOW stevía French Vanilla
Blanda öllu saman í Nutribullet og njóta

 

 

 

Tengdar vörur

Sjá allt
Kakó - Dalileo frá Kamillu
Feel Iceland- Amino Marine Collagen
Vara uppseld
Low carb sportdrykkur 250 ml
NOW Mct olía / Vanilla Hazelnut
Vara uppseld
NOW Mct olía / Chocolate moccha
Low carb sportdrykkur 1000 ml
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm