Eylure Lash pro - Duos & Trios

1.340 kr

Eylure á Íslandi hefur farið í samstarf við þær Söru og Sillu, stofnendur og eigendur Reykjavík Makeup School. Við fengum Söru og Sillu til að velja tvö af sínum uppáhalds augnhárum frá Eylure hvor, og verða þau augnhár sérmerkt þeim. Duos&Trios eru ein af uppáhalds augnhárum Söru. Þetta segir Sara um augnhárin: "Þessi augnhár henta öllum augnumgjörðum og öllum aldri. Þú byggir þau upp hvort sem þú ert að leita eftir lengingu, þéttleika, eða jafnvel báðu. Ég nota þessi þegar ég vil ná fram náttúrulegu looki, en einnig eru þau tilvalin til að nota með heilum augnhárum og gera þau ýktari, lengri eða þéttari."

Markmið David og Eric Aylott var að auðga fegurð hverrar konu með því að fullkomna umgjörð augna hennar með auka pari af augnhárum!

Í förðunarheiminum í dag eru það augnhárin sem fullkomna förðunina. Augnhárin setja sitt einkenni á umgjörð augnanna og eru ómissandi partur af förðun margra.

Úrval á augnhárum er í dag gríðarlegt en hjá Eylure sameinast arfleið, gæði, úrval og fegurð saman í eitt.

Skref fyrir skref:

Veljið augnhár og lím sem hentar ykkur og tilefninu.
•Mátið augnhárin við augun og klippið þau til svo þau passi umgjörð augnanna.
•Berið lím á augnhárin.
•Bíðið í 20-30 sekúndur þar til límið er byrjað að þorna.
•Með hjálp augnháratangarinnar berið augnhárin upp við rót ykkar augnhára og leggið þau eins þétt upp við rótina og þið komist.
•Lagfærið augnhárin til svo þau falli alveg að ykkar augnlokum.

 

Tengdar vörur

Sjá allt
Eylure Augnhárabrettari
Vara uppseld
Eylure Augnháratöng
Eylure Lengthening - N°105
Eylure Most Wanted - U Want It
Eylure Pro Brow - Dybrow Black
Eylure Luxe - Opulent
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm