Ufsi er dásamlega mjúkur rúllukragabolur úr riffluðu bambus efni. Kraginn er hár og fer út í eitt við búkstykkið en hann er hægt að brjóta niður eða láta krumpast um hálsinn.
Ufsi er vel síðerma og nær niður á miðjar mjaðmir. Þessi er algjört möst í fataskápinn og fer svo vel við buxur, innanundir skokka, við síðar peysur og kápur og er hlýr og fínn í kulda.
Hann er fáanlegur í XS (36/38-40) S (40/42-44) M (44-46)
Við mælum með 30°C þvotti og vinsamlegast forðist þurrkarann.
Blanda: 89.5% Rayonne de Bambou/Rayon of Bamboo 10.5% Elasthanne/Spandex Oeko-Tex Certified