Frakka er fallegur wrap kjóll úr glansandi satin efni með örlítilli teygju.

Hann er alveg ótrúlega töffaralegur en um leið kvenlegur. Hálsmálið fer í V og fellur á misvíxl yfir hvort annað sem og hann er með smá kraga. V hálsmálin lengja hálsinn og fara svo mörgum ótrúlega vel. 

Hann er með síðum ermum og vösum í hlið og þar sem efnið er frekar gerðarlegt fá bæði axlir og mjaðmir sterkara útlit sem gerir það að verkum að mittið virkar enn minna á móti. "Leikur að andstæðum".

Pilsið er með góðum sniðsaumum að aftan svo það liggur slétt og fallega yfir rass og mjaðmir. Bakið er með sérstaklega fallegum sniðsaumum sem ýkir kvenlegar línur.

Frakka kjóllinn er bundinn saman með bandi en hægt er að hafa slaufu að aftan eða lítinn hnút að framan. 

 

Efnið er gerðarlegt og gott með lítilli teygju, hann helst því vel tignarlegur og skarpur "sharp".

Þessi hentar hvar og hvenær sem er!

Frakka kemur í 4 stærðum 1 (hentar stærðum 34/36) XS (hentar ca 36/38-40), S (40-42/44) og M (44-46/48).

Við mælum með 30°C þvotti og vinsamlegast forðist þurrkarann þar sem hann fer aldrei vel með flíkurnar.

Efnisblanda: 50% Polyester, 48% Viscose, 2% Elastine

Tengdar vörur

Sjá allt
Nanna kjóll blúndu síðerma
Nanna kjóll gul/vínrauður
Nanna kjóll gul/navy
Nanna kjóll grá/navy
Brim toppur blettatígur gulur
Brim toppur blettatígur blár
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm