Rafskinna - gömul íslensk auglýsingaplaköt!

Þetta plakat er ekta gjöf fyrir frænku eða systu td!

Á Aðventunni 1933 söfnuðust forvitnir vegfarendur í fyrsta sinn saman í birtunni frá litlum búðarglugga í Austurstræti og fylgdust spenntir með rafknúnu töfratæki leika listir sínar innan við glerið, fletta fram og til baka spjöldum með listilega teiknuðum auglýsingum með beinskeyttum slagorðum og oftar en ekki bráðfyndnum texta.

Þetta var Rafskinna og hún átti eftir að vera ómissandi hluti jóla- og páskahátíða í höfuðstaðnum næsta aldarfjórðunginn.

Þetta er eitt af mínum uppáhalds: frábært tannkrem, ekkert eftir nema gómurinn!

Gunnar Bachmann (1901-1957) var eigandi, hugmynda- og textasmiður Rafskinnu. Hann lét smíða þessa rafknúnu flettibók og fyrir hver jól og páska var hún sett upp í svokölluðum skemmuglugga milli Haraldarbúðar og Hressingarskálans í Austurstræti. Litríkar myndirnar voru margar hverjar hreinustu listaverk og hnyttnar og óvæntar fyrirsagnir fengu fólk oft til að skella upp úr. Engin tilraun var gerð til að draga úr kostum varningsins sem auglýstur var í Rafskinnu, þvert á móti, og við gluggann stóð jafnan margmenni og beið spennt eftir því sem kæmi næst.

Nú gefst almenningi loks tækifæri til að eignast eftirprentanir af völdu safni Rafskinnumynda frá árunum 1933-1943 en þetta eru sannkallaðir dýrgripir úr mannlífs-, menningar- og verslunarsögu landsins á öldinni sem leið.Teiknari Rafskinnu á árunum 1933- 1943 var Tryggvi Magnússon listmálari (1900-1960) .

Myndirnar eru nú fáanlegar í verslunum Systra & Maka en plakötin kosta 4500.- Þær má líka versla hér á netversluninni með því einfaldlega að smella á myndirnar!

Í verslununum má einnig versla kortapakka frá Rafskinnu en boxið inniheldur 16 kort með litlum spotta eins og sjá má á myndunum og kostar hann 3900.-

Kortin eru í stærðunum 10 x 6,5cm og 8 x 5,5cm

Látið ekki þessi frábæru plaköt famhjá ykkur fara, jólagjöfin fyrir brósa eða frænda kannski?

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm