Áskorun: klæðileg buxnadragt!

(English below)

Ég hef ekki alltaf verið mjög hrifin af buxnadrögtum afþví mér finnst þær oft verða ótrúlega „kerlingarlegar“ og vitiði mér finnst ekki dónalegt að segja þetta, afþví það skiptir engu máli á hvaða aldri konur eru, við viljum ekki vera kerlingarlegar eða púkó, það er bara þannig!

Ég tók þessu verkefni sem svolítilli áskorun, að gera töffaralega buxnadragt!

Það er til fullt af þeim, smá leit á pinterest og þar eru fullt af virkilega flottum buxnadrögtum, en þær eru flestar ótrúlega grannar og hávaxnar stelpurnar sem að „púlla“ þær svo ég vildi gera eitthvað sem hentaði fleirum. Dragt sem að myndi ýkja mittið, grenna/lengja fætur og leggja áherslu á kvenlegan vöxt, sumsé dragt fyrir mig!

Hér má sjá útkomuna, 3 mismunandi efni (öll frekar dökk, en ég held hún yrði líka geggjuð í einhverjum lit.. skoða það síðar..). Dragtina er bæði hægt að nota saman sem og auðvitað í sitthvoru lagi en ég er sérstaklega hrifin af jakkanum við kjóla þar sem hann er aðeins hærri að aftan en framan og ýkir því aðeins rassinn.. við viljum það stelpur!

Buxurnar „Lilja“ eru með breiða strengnum okkar sem að mér finnst æðislegt, mér finnst smart að geta verið í þröngum bol utanyfir þessar án þess að tölur og rennilás skyggist í gegn. Hliðarsaumarnir hafa verið færðir á mitt framanvert og aftanvert læri og snýst saumurinn klæðilega niður á innan og utanverðan fót.

Sveigur sem er jakkinn er aðsniðinn og þröngur um mittið með örlitlum púffermum til að ýkja svolítið axlirnar. Kraginn er lítill en hann er bæði hægt að brjóta niður eða láta standa upp. Efnisrenningur fer niður mitt bakið og leggur þannig áherslu á hrygginn en þar er jakkinn einnig tekinn saman og þrengdur að aftan svo hann liggur þétt upp við bakið. Hann er lokaður að framan með tveimur tölum og litlir vasar fyrir símann og glossið eru framan á honum.

Þessi gæti verið flott í útskriftirnar, veislurnar, vinnuna eða einfaldlega dags daglega..

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

 

Challenge: making a becoming pantsuit!

Yes, I found this project to be a little bit of a challenge, I mean there are loads of really cool pantsuits out there.. there are also loads of horrific ones but that’s another story.

The main problem I had is that I wanted to make one that I looked good in.. so self-involved all the time! I wanted to create a pant suit that would enhance the female figure, emphasize the waist, perhaps elongate and /or slim the leg slightly, and create something quite timeless.

This is the finished product that just hit the store today as well as our online store.

The pant are made of matte material with little stretch but are quite tight fitting on the leg. The side seams have been moved to the middle part of the pant twisting to the inner or outer leg. This gives the pant a slimming effect, elongating the leg and a seam on the front of the leg is always becoming!

Small pockets are at the front and the pants are extremely comfy yet sleek, with their figure hugging high waist band, bringing in and supporting the tummy area.

By having a waistband makes it possible to use the pants with a tight top without the zipper, pocket and button shade to be peeking through.

The Jacket: „Sveigur” means a flection and it comes from the way the jacket bends from higher at the back to a lower cut at the front.

The sleeves are tight with smart seams going across it and a gathering at the top of the shoulder creating a little “leg of mutton” sleeve.

It has a stripe cut of fabric going down the middle of the back emphasising the spine, and there it is slightly taken in at the back making it fitted and fabulous!

Sveigur is a very classic little jacket that we find very timeless, it is fitted with two buttons at the front as well as pockets. We love them as a pair but also matching the jacket with dresses! Sort of a “must have” in that closet don’t you think? J

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm