Útskriftargjafir og Skúmaskot

Ég er nú bara hálf klökk yfir athyglinni sem litla bloggfærslan okkar fékk í gær og geri nú mitt allra besta að koma með spennandi blogg færslur!

Það eru margir á leiðinni í útskriftarveislur enda nóg af þeim á næstu dögum og vikum. Systur & Makar bjóða upp á heilan helling af gjöfum á virkilega góðu verði sem um leið er falleg íslensk hönnun og framleiðsla auðvitað. Hægt er að panta gjöfina hér á síðunni og fá hana senda beint heim.. getur það verið mikið þægilegra?!

Fyrir dömurnar eru möguleikarnir endalausir:

Úrvalið af skarti er mikið og hér má sjá nokkur dæmi:

Stjörnumerkja menin hafa rækilega slegið í gegn en þau eru bæði falleg og ótrúlega persónuleg gjöf.

Perlulengjurnar, fáanlegar í ljósu og svörtu, fínlegu og grófu en þær eru sérstaklega smart og henta við mörg tilefni.

Fjaðrirnar eru líka smart gjafir sem og nafnanistin en þau er hægt að gera með nafni hvers og eins.

Fuglasnagarnir eru fallegir á vegg fyrir skart og klúta og þeir eru fáanlegir bæði í svörtu og hvítu.

Hjartagull er virkilega smekklegt í glugga eða til að nota fyrir eyrnalokkana.

Fyrir herrana er tilvalið að gefa ermahnappa og/eða bindisnælur.

Eins erum við með töffaralega hitaplatta fyrir þá sem eru farnir að búa, gæjalegir á eldhúsborðið á hvaða heimili sem er!

Bókamerkin henta líka sérstaklega vel fyrir alla útskriftarnema; dömur og herra, enda virkilega vel menntaðar uglur hér á ferð!

Fyrir utan þetta er enn meira að finna í verslununum okkar á Laugavegi 40 og Strandgötu 9, Akureyri, heimsókn í verslanirnar er enn skemmtilegri og hér er að sjálfsögðu ávallt heitt á könnunni!

 

 

 

Ég fór svo á smá rölt niður Laugaveginn áðan og datt inn í yndislega krúttlega búð: Skúmaskot!

Ég vissi af henni en hafði ekki tekið eftir henni nógu vel áður, nú eru þær aftur á móti búnar að merkja götuna svo að litríkur stígurinn leiðir mann inn. Fyrst er farið inn um hlið (mér leið svolítið eins og Lísu í Undralandi).. beygði mig alveg á leiðinni inn, þó það hafi ekki þurft! Veggirnir eru í fallega pastel grænum og bleikum, borð í skotinu og ljósaseríur, í alvöru þetta er BARA krúttlegt!

Þá er þarna hurð og hvítt frekar lítið en vel skipulagt rými tekur á móti og nær að rúma hönnun eftir 10 íslenska hönnuði í öllum regnbogans litum!

Frá fíngerðum puntudúkkum upp í vegg listaverk, prentuð púðaver, keramik og fatnað, skart og smávöru, fylgihluti og gjafavöru, hér er sko nóg að finna!

Ég held að ég láti myndirnar tala sínu máli, en eins og þið sjáið þá er tilvalið að taka smá gönguferð niður Laugaveginn, kíkja á okkur í kaffi kósý og skoða svo dýrðina í Skúmaskoti!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm