Búðin er að fyllast af nýjum vörum!

Útskriftarveislur og stórafmæli krefjast fallegra korta og kjóla, en um það fjallar einmitt póstur dagsins! Við höldum áfram að koma með nýjar og spennandi vörur og fögnum nú sumrinu með fallegum mynstrum.

Einnig ætlum við að vera sérstaklega jákvæð í dag, veðrið er yndislegt, Eurovision á morgun og við ætlum svo sannarlega að fylgjast með keppninni enda mörg frábær lög að keppa. Það skiptir engu þó að María hafi ekki komist áfram, við tökum þetta að ári!

„Sker“ kjóllinn frá Volcano Design kom fyrst í verslanirnar í byrjun apríl og varð strax mjög vinsæll en sniðið er sérstaklega notalegt.

Hann er með V-hálsmáli sem að hentar svo mörgum en einnig svolítið laus og ósamhverfur sem gerir það að verkum að hann fellur ótrúlega fallega í annarri hliðinni.

Sker er nú fáanlegt í þremur nýjum litum í björtu og skemmtilegu mynstri. Efnið er það sama og var í svarta, pólýesterblanda sem að heldur sér svakalega vel og er frekar þungt svo að það „draperast“ vel.

Nú erum við einnig að kynna hér nýjustu viðbótina í kortaflóruna frá Kristu Design, uglur í íslenskri náttúru. Hún systir mín er ekkert blávatn og græjaði ótrúlega skemmtilega „origami“ uglu og fékk svo að notast við myndir frá frænku okkar sem að er sérstaklega góð að mynda íslensku náttúruna okkar, svona náum við að nýta hæfileika fjölskyldumeðlima okkar og vina.. ÞAÐ SLEPPUR ENGINN!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm