Hamur er kominn aftur sem og ný nisti frá Krista Design.

Við systurnar erum í „ham“ þessa dagana. Það bætast inn nýjar vörur reglulega úr smiðjum okkar beggja og ýmislegt spennandi í vændum.

María systir, hönnuður Kristu Design, var að koma með ný men sem heita „Sameining“ og fást þau hér. Þau eru unnin út frá vel þekktu keltnesku merki sem táknar sameiningu. Einnig er það talið sýna þroskaskeið konunnar á þremur mismunandi stigum; saklausa unga meyjan, mòðirin sem verndar og nærir og að lokum gamla vitra ættmóðirin. Það er bæði fáanlegt með síðri keðju sem er „rosa mikið ég“, sem og með stuttri keðju þar sem það liggur rétt fyrir neðan viðbeinið.. „rosa mikið María“.

Það er svo dásamlegt að geta græjað bara það sem hentar okkur báðum vel, já já öfundist bara.. þetta er snilld! ;)

Menið er ótrúlega fallegt og ég veit að það mun henta í ansi marga gjafapakkana í sumar..

Við hjá Volcano Design ákváðum svo að gera Ham peysurnar okkar aftur. Fyrri útgáfan var með háum kraga, lokaður „peysukjóll“. Nú breyttum við aðeins til og höfðum lágan og svolítið sumarlegan kraga, úr þykkara efni en hún er einnig opnanleg svo nú er Hamur farinn frá því að vera „peysukjóll“ í að vera „peysujakki“. Svona er nú sniðugt að hlusta á kúnnana en þetta var einmitt hugmynd frá kúnna sem að kom á einu klúbbakvöldinu okkar í vor. Það fór bara allt á flug og búmm.. allt i einu komin snilldar hugmynd, ég fór að leita að efni og tadaa flíkin er komin!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm