Lóu kjólar og smá sýnishorn af sumarvörunum okkar!

Kæru vinir!

Meiri blog pásan á okkur systrum, þetta stendur allt til bóta en við erum einfaldlega búnar að vera á milljón að græja nýjar vörur í búðirnar.

Hér má til dæmis sjá kjóla sem komu í búðirnar fyrir nokkrum vikum en voru ekki myndaðir fyrr en nú. Þeir hafa aldeilis slegið í gegn og eru að verða uppseldir en við höfum pantað örlítið meira efni og verða þeir því einnig fáanlegir á netversluninni innan skamms.

Einnig erum við að undirbúa helling í viðbót af sumarvörum og hér má sjá smá sýnishorn.

Munið að fylgjast vel með facebook síðunum okkar, við setjum reglulega inn nýtt efni þar og pósta og svo má einnig finna okkur á twitter @systurogmakar og @volcanodesign sem og á Instagram: “systurogmakar” og “volcanodesign”.

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm