Notalegir páskar!

Jæja þá eru páskarnir á næsta leyti og í rauninni minn uppáhalds tími ársins hvað frítíma varðar. Engin uppstríluð jólaboð framundan, stress yfir pökkum og matarboðum og leyfilegt að vera í náttfötunum alla páskahelgina ef því er að skipta. Sumir eyða þessum frítíma í ferðalög með fjölskyldunni, aðrir lesa og sofa og enn aðrir velja sér að nýta fríið í endurbætur á heimilinu og nýtist þessi tími oft vel ef veðrið er til friðs. Við fjölskyldan erum búin að ákveða að endurbyggja hænsnakofann okkar sem ekki hefur fengið mikla ást síðustu 10 árin og hlakkar okkur mikið til að útbúa krúttlegan kofa fyrir landnámshænurnar okkar. Það er hægt að fá endalaust af hugmyndum á vefnum og ég lét fylgja hér nokkrar myndir til að kveikja á ímyndunaraflinu ef einhver er í sömu hugleiðingum. Hversu páskalegt er það að byggja hænsnakofa um páskana !!!

Þegar kemur að páskaskrauti þá hef ég aldrei alveg náð að tengja við það.. liturinn guli er ekki uppáhalds og passar illa við heimilið okkar. Við ákváðum að reyna að snúa þessu samt okkur í hag og hanna hreinlega okkar eigið páskaskraut sem er úr vatnsskornu áli og pólýhúðað egghvítt með mattri áferð svo það minnir einna helst á alvöru egg. Mynstrin eru þrjú talsins, ungi, kanína og blóm og fylgja silkiborðar í ljósum pastellitum sem hægt er að skipta út eftir smekk. Eggin koma 3 saman í pakka.

Eigið yndislega páska framundan í faðmi fjölskyldunnar og njótið þess að vera til.

                                                       

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

María Krista – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Sources of images:

kanina: animalblog.me
kanina i grasi: http://obeedesigns.tumblr.com/
ungi grar og gulur sjuskaður: http://backyardfarming.blogspot.com/
ungi m bleikum blomum http://heatherbullard.typepad.com/
paskaegg: TheCookieCutterCompany
hænsnakofi:https://www.pinterest.com/pin/403705554068634375/
hænsnakofi:https://www.pinterest.com/pin/138063544802101177/
https://www.pinterest.com/pin/459507968205443038/

María Krista Hreidarsdóttir
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm