25-50% afsláttur á sumarhreinsun Systra&Maka

Það er merkilegt hvað hækkandi sól og rísandi gráður hrista upp í kollunum á okkur systrum.

Við erum búnar að vera á milljón að hanna nýja hluti, verslanirnar eru troðfullar af vörum og það er ekki pláss fyrir neitt af þessu nýja sem er væntanlegt...

Hvað gera bændur þá? 

Nú í tilefni af Júróvision helginni já eða bara troðfullum verslunum höfum við ákveðið að halda "svolitla" sumarhreinsun á miklum fjölda af vörum okkar! 

25-50% afsláttur af rooooosalega miklu er eitthvað sem við gerum bara eiginlega aldrei!

Tilboðið mun standa yfir frá föstudegi til sunnudags og opnanir eru eftirfarandi:

Laugavegi 40, 101 Reykjavík:

Föstudag 10:00 - 20:00
Laugardag 10:00 - 18:00
Sunnudag 12:00 - 17:00

Strandgata 9, Akureyri

Föstudag 11:00 - 18:00
Laugardag 11:00 - 16:00

Síðumúla 32, 108 Reykjavík

Föstudag 08:00 - 16:00 

En ef ég kemst ekki??

Við verðum ekki með útsöluna hér á netversluninni þar sem magnið er ekki nógu mikið til þess að halda utan um þann lager en fyrir ykkur elskurnar sem eruð úti á landi, erlendis eða hafið ekki tök á því að kíkja megið þið byrja að senda inn pantanir á systurogmakarrvk@gmail.com

Við svörum svo öllum pöntunum í þeirri röð sem þær berast og svo þarf að ganga frá greiðslunni um leið þar sem við getum ekki haldið frá ógreiddum vörum á útsölu sem ég veit þið skiljið svo vel. Hægt verður að greiða með millifærslu, símgreiðslu eða netgíró í gegnum síma :)

Vörurnar fara aftur á upphafleg verð eftir þessa þriggja daga hreinsun svo skipti miðast þá að sjálfsögðu við kaupverð vörunnar gegn framvísun kassakvittunnar. Skil gegn endurgreiðslu eru ekki í boði af tilboðsvörunum.

Allt skart frá Kristu Design verður með -25% afslætti!!!

 

Svakalegt magn af vörum frá Volcano Design verða með -50% afslætti en fleiri myndir má sjá í albúminu hér:

Jólavörur Kristu Design eru á -25% afslætti!

Pear and pink magnolia vörurnar frá Crabtree & Evelyn eru líka á 50% afslætti.

Allir hitaplattar Kristu Design eru á -25% afslætti!

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í stuðinu! það verður svo sannarlega stemmning um helgina, já og eigið dásamlegt Júróvision kvöld!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir! 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm